Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   lau 22. júní 2013 06:00
Brynjar Ingi Erluson
1. deild kvenna: ÍA með stórsigur - Tindastóll vann Hauka
Mynd: Fótbolti.net - Ingunn Hallgrímsdóttir
Þrír leikir fóru fram í 1. deild kvenna í gær, en leikið var í báðum riðlum. ÍA var með öruggan sigur á Ólafsvík og þá vann Tindastóll góðan sigur á Haukum.

Katrín Klara Emilsdóttir kom Haukum yfir á 40. mínútu í fyrri hálfleik, en hlutirnir breyttust í þeim síðari er Leslie Briggs jafnaði metin á 60. mínútu. Carolyn Polcari tryggði Stólunum síðan sigur nokkrum mínútum síðar með góðu marki.

Skagastelpur unnu þá Víking Ólafsvík nokkuð auðveldlega. Maren Leósdóttir skoraði fyrsta mark leiksins áður en Helga Sjöfn Jóhannesdóttir bætti við öðru. Eyrún Eiðsdóttir kom með þriðja mark ÍA í seinni hálfleik og þá bætti Ingunn Dögg Eiríksdóttir við fjórða markinu.

Helga Sjöfn skoraði svo fimmta mark Skagaliðsins og þegar sex mínútur voru eftir skoraði Heiðrún Sara Guðmundsdóttir sjötta og síðasta mark leiksins. Höttur og Völsungur gerðu þá 1-1 jafntefli.

Úrslit og markaskorarar:

Höttur 1-1 Völsungur
1-0 Sjálsfmark ('18 )
1-1 Hulda Ósk Jónsdóttir ('39 )

Víkingur Ólafsvík 0-6 ÍA
0-1 Maren Leósdóttir ('13 )
0-2 Helga Sjöfn Jóhannesdóttir ('29 )
0-3 Eyrún Eiðsdóttir ('51 )
0-4 Ingunn Dögg Eiríksdóttir ('74 )
0-5 Helga Sjöfn Jóhannesdóttir ('78, víti )
0-6 Heiðrún Sara Guðmundsdóttir ('84 )

Haukar 1-2 Tindastóll
1-0 Katrín Klara Emilsdóttir ('40 )
1-1 Leslie Briggs ('60 )
1-2 Carolyn Polcari ('69 )
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner