Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fim 22. júní 2017 12:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Kínverjar eignast Parma - Crespo varaforseti
Crespo verður varaforseti Parma.
Crespo verður varaforseti Parma.
Mynd: Getty Images
Parma vann sér inn sæti í Seríu B um síðastliðna helgi og nú eru kínverskir fjárfestar búnir að eignast 60% hlut í félaginu.

Hernan Crespo verður varaforseti félagsins.

Fyrir tveimur árum varð Parma gjaldþrota og við það var félagið sent niður í D-deildina. Á fyrsta ári í D-deildinni setti Parma stigamet og er nú komið upp í Seríu B, næst efstu deild Ítalíu.

Í gær var það tilkynnt að kínverskur fjárfestingahópur væri tekinn yfir meirihlutanum í félaginu og framtíðin er vonandi björt.

Crespo, sem er goðsögn hjá Parma, er orðinn varaforseti félagsins, en stuðningsmenn munu áfram eiga 10% í félaginu.

Parma er gamalt stórveldi, en árið 1992 varð Parma bikarmeistari í fyrsta sinn. Næstu tíu ár á eftir var liðið stórveldi í Evrópu þó það hafi ekki náð að enda ofar en í öðru sæti Seríu A.

Nú er þetta gamla stórveldi að vinna sig upp og það verður fróðlegt að fylgjast með þeim í Seríu B á næstu leiktíð.

Ítalski boltinn - Parma (Podcast)
Athugasemdir
banner
banner