Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fös 22. september 2017 20:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Guardiola: Deildabikarinn sóun á orku
Pep Guardiola.
Pep Guardiola.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Pep Guardiola, stjóri Manchester City, efast um mikilvægi deildabikarsins á Englandi.

Guardiola er á sömu skoðun og kollegi sinn Jose Mourinho, sem stýrir Manchester United. Mourinho velti því fyrir sér eftir 4-1 sigur á Burton Albion í vikunni hvort enskur fótbolti væri ekki betri í stóra samhenginu ef deildabikarinn væri ekki til staðar.

Sjá einnig:
Mourinho: Verðum að virða styrktaraðilana

„Það er alltaf gaman að vinna leiki, en þú sóar mikilli orku," sagði Guardiola um deildabikarinn á fréttamannafundi í dag.

City vann West Brom í vikunni í deildabikarnum, en það er erfitt leikjaprógramm framundan hjá City.

„Það er erfitt að spila gegn West Brom á útivelli í 90 mínútur, taka rútu í 3-4 tíma og spila síðan þremur dögum síðar gegn Crystal Palace, þremur dögum eftir það gegn Shakhtar Donetsk og fara síðan á Stamford Bridge þremur eða fjórum dögum eftir það."

Guardiola bætti því svo við að það væri ekki mikil viðurkenning að standa uppi sem sigurvegari í deildabikarnum.

„Ef þú þarft að spila í keppninni þá þarftu að spila í keppninni, en
þetta er bikar sem er bara allt í lagi að vinna. Fólki er nokkur veginn sama um það hvort þú vinnur þessa keppni eða ekki."

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner