Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mið 22. nóvember 2017 20:04
Arnar Geir Halldórsson
Hélt hreinu í fyrsta skipti í ellefu ár
Igor Akinfeev
Igor Akinfeev
Mynd: Getty Images
Undur og stórmerki áttu sér stað í Meistaradeild Evrópu í kvöld þegar CSKA Moskva vann 2-0 sigur á Benfica í Moskvu.

Þetta var í fyrsta skipti síðan í nóvember 2006 sem Igor Akinfeev heldur marki sínu hreinu í Meistaradeildinni þrátt fyrir að hafa spilað 44 leiki síðan.

Akinfeev hélt hreinu í leik gegn Arsenal þann 1.nóvember 2006 en þá var kappinn tvítugur.

Þessi rússneski landsliðsmarkvörður hefur leikið allan sinn feril með CSKA en hann var aðeins 17 ára gamall þegar hann var orðinn fastamaður hjá rússneska stórliðinu.




Athugasemdir
banner
banner
banner
banner