Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mán 22. desember 2014 13:30
Magnús Már Einarsson
Roberto Carlos hættur hjá Sivasspor
Fáir leikmenn hafa verið jafn skotfastir og Carlos.
Fáir leikmenn hafa verið jafn skotfastir og Carlos.
Mynd: Getty Images
Fyrrum brasilíski landsliðsmaðurinn Roberto Carlos hefur ákveðið að hætta sem þjálfari Sivasspor í Tyrklandi.

Hinn 41 árs gamli Carlos tók við Sivasspor í fyrrasumar og liðið endaði í fimmta sæti á síðasta tímabili undir hans stjórn.

Á þessu tímabili hefur ekki gengið jafn vel en Sivasspor er í næstneðsta í Tyrklandi.

,,Ég þakka ykkur fyrir að biðja mig um að vera áfram en það er best fyrir félagið að ég hætti núna," sagði hinn 41 árs gamli Carlos á Instagram síðu sinni.

Carlos var lengi vinstri bakvörður hjá Real Madrid og brasilíska landsliðinu en hann lék síðan með Anzhi í Rússlandi áður en hann fór til Tyrklands.
Athugasemdir
banner
banner
banner