Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   þri 23. janúar 2018 06:00
Ívan Guðjón Baldursson
Heimild: Græni herinn 
Harpa og Dagbjört endurnýja við Völsung
Mynd: Fótbolti.net - Þórdís Inga Þórarinsdóttir
Harpa Ásgeirsdóttir og Dagbjört Ingvarsdóttir eru búnar að endurnýja samninga sína við kvennalið Völsungs.

Þessar fregnir koma á sama tíma og ráðning John Andrews sem þjálfara meistaraflokks var staðfest.

Harpa er fædd 1986 og á ellefu leiki að baki í efstu deild kvenna. Hún hefur gert 46 mörk í 141 keppnisleik á Íslandi og gerði 6 mörk í 13 leikjum á síðasta tímabili.

Harpa lék undir stjórn John hjá Aftureldingu er liðið var í Pepsi-deild kvenna árið 2010. Hún fór aftur til Húsavíkur um haustið og hefur verið þar síðan.

Dagbjört er fædd 1996 og hefur spilað 79 leiki fyrir meistaraflokk Völsungs á fimm árum og er fyrirliði félagsins.

Völsungur endaði um miðja 2. deildina síðasta sumar og er markmið félagsins að komast upp í 1. deild.
Athugasemdir
banner
banner