Mbeumo, Wirtz, Diomande, Quenda, Nypan, Van Nistelrooy, Cherki og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   þri 23. júní 2015 14:00
Elvar Geir Magnússon
Pepsi-deildin
Bestur í 9. umferð: Gaman að ná að stimpla sig inn
Ásgeir var á bekknum hjá ÍA í upphafi móts en hefur látið ljós sitt skína síðustu leiki.
Ásgeir var á bekknum hjá ÍA í upphafi móts en hefur látið ljós sitt skína síðustu leiki.
Mynd: Fótbolti.net: Eyjólfur Garðarsson
Ásgeir fagnar marki sínu gegn KR á dögunum.
Ásgeir fagnar marki sínu gegn KR á dögunum.
Mynd: Fótbolti.net: Eyjólfur Garðarsson
Skagamenn eiga leikmann umferðarinnar í fyrsta sinn í sumar en Ásgeir Marteinsson var maður leiksins þegar ÍA vann 4-2 sigur gegn Keflavík í gær. Um var að ræða mikilvægan botnbaráttuslag og skoraði Ásgeir eitt marka þeirra gulu.

„Þetta var sex stiga leikur og það á heimavelli, við þurftum að klára þennan leik og gerðum það. Svona leiki þurfum við að vinna ef við ætlum að vera í þessari deild. Það hefur verið margt jákvætt hjá okkur í síðustu þremur leikjum," segir Ásgeir en ÍA gerði jafntefli gegn Fylki og KR í umferðunum á undan.

„Í leiknum gegn Fylki náðum við upp þeirri baráttu og vilja sem við viljum sýna. Gegn KR vorum við flottir og svo kom sigur í gær."

Reyndum að vera jákvæðir
Skagamenn náðu að setja fjögur mörk í leiknum í gær en talað hefur verið um að þeir gætu varla keypt sér mörk án Garðars Gunnlaugssonar sem er meiddur.

„Það er ekki verra að ná að skora fjögur mörk. Sóknarleikurinn er að batna með hverjum leik og við vorum mun meira ógnandi í síðustu tveimur leikjum en við höfum verið," segir Ásgeir en hann segir Skagamenn ekkert farið að hengja haus þó byrjun mótsins hafi verið erfið. Nú er liðið komið fjórum stigum fyrir ofan fallsæti.

„Menn voru ekki farnir í neitt „panikk" enda vissum við að þetta væri bara byrjun móts. Auðvitað voru vandræði að skora og það var eitthvað sem hefur þurft að vinna í að laga. Við reyndum að vera jákvæðir."

Var á bekknum í byrjun
Ásgeir hefur núna skorað í tveimur leikjum í röð en hann gerði markið í 1-1 jafnteflinu gegn KR. Tekur hann ekki við keflinu af Garðari bara meðan hann er í burtu?

„Já er það ekki? Nei ég segi svona, Það er bara jákvætt að hafa náð að skora í tveimur leikjum í röð og vona að ég nái að bæta við í komandi leikjum," segir Ásgeir léttur. Hann gekk í raðir ÍA frá Fram í vetur og er ánægður á Skaganum.

„Það er bara mjög gaman hérna og ég fíla mig mjög vel. Það er gaman að ná að stimpla sig inn núna eftir að hafa verið á bekknum í byrjun. Það er gleðiefni að vera að standa sig betur."

Ásgeir fær pizzuveislu frá Domino's sem leikmaður umferðarinnar en hann er líklegur til að skella sér á Meat and cheese. „Sú pizza er virkilega öflug," segir Ásgeir.

Fyrri leikmenn umferðarinnar:
8. umferð: Kristinn Jónsson (Breiðablik)
7. umferð: Höskuldur Gunnlaugsson (Breiðablik)
6. umferð: Steven Lennon (FH)
5. umferð: Albert Brynjar Ingason (Fylkir)
4. umferð: Skúli Jón Friðgeirsson (KR)
3. umferð: Sigurður Egill Lárusson (Valur)
2. umferð: Þorri Geir Rúnarsson (Stjarnan)
1. umferð: Hilmar Árni Halldórsson (Leiknir)
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner