Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   fös 23. júní 2017 21:13
Dagur Lárusson
Inkasso: Albert Brynjar með tvö í sigri Fylkis
Albert var í stuði í kvöld
Albert var í stuði í kvöld
Mynd: Fótbolti.net - Einar Ásgeirsson
Tveir leikir fóru fram í Inkasso-deildinni og voru það leikir Fylkis og Selfoss í Árbænum og Leiknis og Hauka í Breiðholtinu en þeim var að ljúka rétt í þessu,

Í toppslagnum í Árbænum voru það heimamenn sem voru sterkari aðilinn í leiknum og komumst þeir yfir á 28. mínútu með marki frá Alberti Brynjari Ingasyni.

Staðan var 1-0 fyrir Fylki fram að 40. mínútu þegar Albert Brynjar fékk boltann á ný og skilaði honum í netið og kom sínu liði í 2-0 en þannig var staðan í hálfleik.

Í seinni hálfleiknum róaðist leikurinn aðeins niður en hvorugu liðinu tókst að skora og því fóru leikar 2-0 fyrir toppliði Fylkis.

Í leik Leiknis og Hauka var ekki mikið sem að gerðist en hvorugu liðinu tókst að skora í leiknum og skildu liðin því jöfn.

Eftir leiki kvöldsins er Fylkir komið með 19 stig og heldur sér í 1.sætinu, Selfoss situr enn í 4.sæti með 13 stig, Leiknir fer í 10 stig og er í 6.sætinu og að lokum erum Haukar komnir einnig með 10 stig og fara upp í 7.sætið.

Fylkir 2 - 0 Selfoss
1-0 Albert Brynjar Ingason (28´)
2-0 Albert Brynjar Ingason (40´)
Lestu nánar um leikinn

Leiknir R. 0 - 0 Haukar
Lestu nánar um leikinn
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner