Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
banner
   mið 23. júlí 2014 06:00
Brynjar Ingi Erluson
Leikmenn U21 árs liðs Man City gengu af velli eftir kynþáttaníð
Mynd: Getty Images
Leikmenn U21 árs liðs Manchester City gengu af velli í kjölfar kynþáttaníðs sem Seko Fofana, leikmaður liðsins, varð fyrir í vináttuleik gegn HNK Rijeka frá Króatíu í gær.

Stjórnarmenn Manchester City drógu lið sitt af velli er U21 árs liðið mætti króatíska liðinu HNK Rijeka í gær.

Seko Fofana varð þá fyrir kynþáttafordómum frá leikmanni HNK Rijeka og ákvað því Man City að bregðast við og hætta leik.

Man City gaf frá sér yfirlýsingu í gær um að stjórn félagsins ákvað að taka þessa ákvörðun og hætta leiknum.

Fulltrúar Man City, dómarar leiksins og króatíska knattspyrnusambandið koma til með að funda á næstu dögum til þess að ákveða næsta skref málsins.
Athugasemdir
banner
banner
banner