Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
Haraldur Freyr: Leikurinn spilast eins og við vildum
Höskuldur: Fannst þeir ofan á í grunnatriðum leiksins
Sami Kamel: Þurftum bara að beisla þessa jákvæðu orku
Dóri Árna: Ótrúlega andlaust og ekki líkt liðinu sem ég þekki
Hallgrímur Jónasson: Við stöndum saman sem lið
Árni Freyr: Mér fannst þetta vera víti
Breki Baldurs: Ég er mjög hrifinn af þessu kerfi
Arnar Gunnlaugs: Ótrúlegasta mark sem ég hef séð á þessum velli
Sveinn Þór: Ég held að við höfum aðeins sjokkerað þá pínulítið
Baldvin Borgars: Virkilega sáttur með frammistöðuna hjá mínum mönnum
Rúnar Kristins: Þeir lögðu mikla vinnu í þetta og veittu okkur mjög erfiðan leik
Jökull: Pirrandi leikur
Hetja HK kíkir ekkert niður í bæ: Ekkert mikið að gera þar miðað við í London
Hrannar Bogi eftir hetjulega frammistöðu Augnabliks: Við nálgumst leiki alltaf alveg eins
Fékk afmælisgjöf fyrir leikinn: Ég fékk Þróttaratrefil og nokkrar Stellur
Nýir tímar í Laugardalnum - „Finnst bara tilvalið að með því fylgi nýtt merki“
Haukur Páll: Ekki spurning um að koma mönnum fyrir
Heimir Guðjóns: Hefði verið gult spjald í fyrra
Gylfi Þór: Skrítið að spila gegn liði sem ég var hjá í 10 ár
Úlli: Fékk held ég nóg af liðsfélögum sínum
   sun 23. júlí 2017 22:53
Brynjar Ingi Erluson
Guðjón Baldvins um þrennuna: Þetta gerðist rosalega hratt
Guðjón skoraði þrennu í dag
Guðjón skoraði þrennu í dag
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Guðjón Baldvinsson, leikmaður Stjörnunnar, gerði þrjú mörk er lið hans vann Grnidavík 5-0 í 12. umferð Pepsi-deildar karla í kvöld. Guðjón er kominn með átta mörk í níu leikjum.

Lestu um leikinn: Stjarnan 5 -  0 Grindavík

Baldur Sigurðsson kom Stjörnumönnum á bragðið með umdeildu marki strax á fyrstu mínútu og stóðu leikar þannig í hálfleik. Í þeim síðari mætti Guðjón tvíefldur til leiks og gerði þrennu á tólf mínútum og sá Grindavík ekki til sólar eftir það.

„Þetta gerðist rosalega hratt og það leit út fyrir það að ég væri ekki að fara að skora í þessum leik. Ég náði að fylgja góðu skoti Eyjó eftir og þá byrjaði þetta að tikka," sagði Guðjón.

„Við ætluðum að halda áfram að gera það sem við vorum að gera í fyrri. Ef þú drepur ekki leikinn alveg þá nær hitt liðið að skora og refsa manni og við vorum ákveðnir í því að drepa leikinn."

„Þetta er lið í öðru sæti og við vitum hvað þeir geta en við vorum ákveðnir í að eiga góðan leik í dag."


Guðjón átti skotið sem varð að fyrsta marki leiksins er Baldur skoraði en Baldur virtist fara með sólann í markvörð Grindavíkur áður en hann skoraði. Guðjón sá ekki atvikið.

„Ég fór upp í skot og datt illa og sá ekki, markið þannig ég þarf að fá að skoða það," sagði hann í lokin.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner