Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
Haraldur Freyr: Leikurinn spilast eins og við vildum
Höskuldur: Fannst þeir ofan á í grunnatriðum leiksins
Sami Kamel: Þurftum bara að beisla þessa jákvæðu orku
Dóri Árna: Ótrúlega andlaust og ekki líkt liðinu sem ég þekki
Hallgrímur Jónasson: Við stöndum saman sem lið
Árni Freyr: Mér fannst þetta vera víti
Breki Baldurs: Ég er mjög hrifinn af þessu kerfi
Arnar Gunnlaugs: Ótrúlegasta mark sem ég hef séð á þessum velli
Sveinn Þór: Ég held að við höfum aðeins sjokkerað þá pínulítið
Baldvin Borgars: Virkilega sáttur með frammistöðuna hjá mínum mönnum
Rúnar Kristins: Þeir lögðu mikla vinnu í þetta og veittu okkur mjög erfiðan leik
Jökull: Pirrandi leikur
Hetja HK kíkir ekkert niður í bæ: Ekkert mikið að gera þar miðað við í London
Hrannar Bogi eftir hetjulega frammistöðu Augnabliks: Við nálgumst leiki alltaf alveg eins
Fékk afmælisgjöf fyrir leikinn: Ég fékk Þróttaratrefil og nokkrar Stellur
Nýir tímar í Laugardalnum - „Finnst bara tilvalið að með því fylgi nýtt merki“
Haukur Páll: Ekki spurning um að koma mönnum fyrir
Heimir Guðjóns: Hefði verið gult spjald í fyrra
Gylfi Þór: Skrítið að spila gegn liði sem ég var hjá í 10 ár
Úlli: Fékk held ég nóg af liðsfélögum sínum
   mið 23. ágúst 2017 22:14
Lilja Dögg Valþórsdóttir
Kjartan: Höfuðmarkmið að gera sterkari Hauka
Kjartan var allt annað en ánægður með varnarleik síns liðs í kvöld
Kjartan var allt annað en ánægður með varnarleik síns liðs í kvöld
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
"Þetta er lélegasti leikurinn okkar ‘so far’, þá varnarlega, alveg klárt. Margt ágætt í uppspili, halda bolta og jú við skorum tvö mörk. Okkur hefur nú ekki alltaf tekist það. En varnarleikurinn var afspyrnu slakur," sagði Kjartan Stefánsson, þjálfari Hauka, eftir 7-2 tap gegn Blikum í kvöld.

Lestu um leikinn: Breiðablik 7 -  2 Haukar

Athylgi vakti að þjálfarar Hauka ákváðu að taka markahæsta leikmanninn sinn, Marjani Hing-Glover, og setja hana í vinstri hafsent í þriggja manna hafsentalínu og notast svo við vængbakverði. Í þessari stöðu mætti hún Svövu Rós, framherja Blika, sem býr yfir gífurlegum hraða. Svava Rós fór oft á tíðum mjög illa með Marjani sem virtist ekki alveg vera að finna sig í stöðunni.

"Við höfðum vissulega áhyggjur af varnarleiknum. Sara er veik og Sólveig er farin til Noregs og við erum með rosalega þunnskipaðan hóp. Þannig að það var farið að leita lausna. Við erum neðstar og höfum fengið flest mörk á okkur. Með okkar sterkasta lið höfum við samt verið að fá á okkur alls konar grín mörk. Við þjálfarar fórum í það að reyna að stoppa í það. Og þess vegna fórum við í það ævintýri að taka markahæsta leikmanninn okkar og smella honum í vörn. Hún ´lúkkaði´ vel þar á æfingu og það er margt gott við hana í vörninni en hún er klárlega betri framherji en varnarmaður. En hún leysti margt mjög vel og við vissum það alveg fyrirfram að við værum að fara að mæta ansi hröðum framherjum. Og við töldum það svo að þetta væri besta staðan fyrir okkur til þess að eiga einhvern möguleika í þennan leik."

Tölfræðilega getur liðið haldið sér uppi ef allt fer á besta veg. Næsti leikur liðsins er gegn Fylki sem situr í næstneðsta sætinu. Þangað hljóta Haukar að mæta dýrvitlausir eða hvað?

"Það er alveg klárt. Markmiðið er að vinna okkar fyrsta leik. Og þá get ég farið að pæla í einhverjum möguleikum. Okkur var vissulega spáð sem neðstum og lóðrétt niður og allt það. Við erum hugsanlega að fara þá lóðrétt niður. En það sem við kannski tökum með okkur í þessari ferð þá niður er að allir leikmenn eru reynslunni ríkari, allir leikmenn fá að spila í þessari deild. Við erum með unga og efnilega leikmenn sem stóru liðin í kringum okkur hafa óskað eftir. Þær spila alla leiki en vinkonur þeirra spila ekki rassgat og sitja á bekk! Og þessir leikmenn vilja ekki koma til okkar. Þannig að við erum að leyfa öllum Haukurum að fá góð tækifæri."

"Höfuðmarkmiðið var að gera sterkari Hauka og ég held að það sé að takast þó að við séum að fá á okkur ódýr mörk, erum að fylgja mönnum illa niður en við verðum að átta okkur á því að þeir leikmenn sem voru að slátra okkur í dag eru frábærir fótboltamenn sem voru að spila vel í dag. Hraði þeirra er mikill, tækni, lipurð og ýmislegt slíkt. Það er nú það sem maður segir við stelpurnar þegar maður kemur inní klefa og er búinn að vera tekinn illa í bakaríið," sagði Kjartan að lokum.

Viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.

Athugasemdir
banner
banner
banner