Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
banner
   fim 23. október 2014 06:00
Elvar Geir Magnússon
Alexander Aron laus allra mála hjá Aftureldingu
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Alexander Aron Davorsson er laus allra mála hjá Aftureldingu en þetta staðfesti hann við Fótbolta.net. Alexander skoraði 15 mörk í 20 leikjum fyrir Mosfellinga á liðnu tímabili í 2. deildinni og var valinn leikmaður ársins hjá félaginu.

Sumarið þar á undan var hann með 10 mörk í 20 leikjum.

Hann er 23 ára og hefur allan sinn meistaraflokksferil leikið fyrir Aftureldingu og dótturfélag þess, Hvíta Riddarann, ef undan er skilin lánsdvöl hjá Leikni Fáskrúðsfirði 2012.

„Eftir fund í gær er ljóst að ég er laus allra mála og mun nú nota tímann til að skoða næstu skref. Stefnan er að spila ofar en í 2. deild," segir Alexander.

Þrátt fyrir að Alexander hafi verið iðinn við kolann á liðnu tímabili var Afturelding í vandræðum og rétt náði að bjarga sér frá falli úr 2. deildinni.
Athugasemdir
banner
banner
banner