Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
banner
   fim 23. október 2014 18:53
Ívan Guðjón Baldursson
Evrópudeildin - Úrslit: Napoli tapaði - Jafntefli hjá Everton
Young Boys hafði betur gegn Napoli í dag.
Young Boys hafði betur gegn Napoli í dag.
Mynd: Getty Images
Kevin de Bruyne skoraði tvö fyrir Wolfsburg gegn Ragnari og félögum í Rússlandi.
Kevin de Bruyne skoraði tvö fyrir Wolfsburg gegn Ragnari og félögum í Rússlandi.
Mynd: Getty Images
Tíu leikjum var að ljúka í Evrópudeildinni þar sem Ragnar Sigurðsson og félagar í FC Krasnodar töpuðu sínum fyrsta leik í H-riðli. Þeir fengu Wolfsburg í heimsókn og skoraði hinn óstöðvandi Kevin de Bruyne tvö mörk í leiknum.

Lille gerði þá markalaust jafntefli við Everton í Frakklandi og er Everton á toppi riðilsins eftir jafnteflið en Krasnodar á botninum.

Andrej Kramaric gerði þrennu er Rijeka lagði Feyenoord af velli og AaB frá Álaborg lagði Dynamo Kiev af velli. Álaborg er því með sex stig eftir þrjár umferðir, jafn mikið og Dynamo og Steaua Búkarest sem lagði botnlið Rio Ave í dag.

Fiorentina lagði PAOK í Grikklandi og ríkjandi meistarar Sevilla gerðu markalaust jafntefli við Standard Liege í Belgíu. Óvæntustu úrslit dagsins komu þó í Sviss þar sem Young Boys gerðu sér lítið fyrir og lögðu Napoli af velli.

G-riðill:
Rijeka 3 - 1 Feyenoord
1-0 Andrej Kramaric ('63 )
1-1 Jens Toornstra ('66 )
2-1 Andrej Kramaric ('71 )
3-1 Andrej Kramaric ('76 , víti)

Standard Liege 0 - 0 Sevilla


H-riðill:
FK Krasnodar 2 - 4 Wolfsburg
0-1 Andreas Granqvist ('37 , sjálfsmark)
0-2 Kevin de Bruyne ('46 )
1-2 Andreas Granqvist ('51 , víti)
1-3 Luiz Gustavo ('64 )
1-4 Kevin de Bruyne ('80 )
2-4 Francisco Wanderson ('86 )

Lille 0 - 0 Everton


I-riðill:
Young Boys 2 - 0 Napoli
1-0 Guillaume Hoarau ('52 )
2-0 Leonardo Bertone ('92)


J-riðill:
AaB Álaborg 3 - 0 Dynamo Kiev
1-0 Thomas Enevoldsen ('11 )
2-0 Nikolaj Thomsen ('39 )
3-0 Nikolaj Thomsen ('91)

Steaua Búkarest 2 - 1 Rio Ave
1-0 Raul Rusescu ('17 )
2-0 Raul Rusescu ('45 )
2-1 Yonathan Del Valle ('48 )


K-riðill:
Dinamo Minsk 0 - 0 Guingamp

PAOK 0 - 1 Fiorentina
0-1 Juan Vargas ('38 )


L-riðill:
Trabzonspor 2 - 0 Lokeren
1-0 Mustapha Yatabare ('54 )
2-0 Kevin Constant ('86)
Athugasemdir
banner