Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   lau 24. janúar 2015 08:00
Magnús Már Einarsson
Elise Kotsakis og Gunnhildur í Aftureldingu (Staðfest)
Elise Kotsakis.
Elise Kotsakis.
Mynd: Afturelding
Theodór Sveinjónsson þjálfari Aftureldingar og Gunnhildur.
Theodór Sveinjónsson þjálfari Aftureldingar og Gunnhildur.
Mynd: Afturelding
Afturelding hefur fengið bandaríska framherjann Elise Kotsakis til liðs við sig. Þá er Gunnhildur Ómarsson komin til félagsins frá Álftanesi.

Elise er 22 ára gömul og er að útskrifast frá Butler háskólanum í Indianapolis, höfuðborg Indiana fylkis í Bandaríkjunum.

Hún hefur leikið með liði Butler Bulldogs undanfarin fjögur ár og á þar að baki um 80 leiki og yfir 20 mörk sem framherji. Áður lék hún með Fremd High School í Palatine í nágrenni Chicago og með liði FCX Blacks í Barrington, Illinois.

Elise hefur síðustu tvö ár verið valin í All-Big EAST Second Team og til gamans má geta að hún er með næstbestu tölfræði sóknarmanns hjá Butler frá upphafi en Bandaríkjamenn halda afar nákvæma tölfræði um mörk, stoðsendingar og allt mögulegt annað.

Elise mun koma til liðs við Aftureldingu þegar vorar.

Gunnhildur verður 21 árs á árinu og kemur upphaflega úr Breiðabliki en hefur leikið undanfarin tvo tímabil með Álftanesi og gerir sín félagaskipti þaðan. Hún á að baki 18 meistaraflokksleiki, alla með Álftanesi.

Gunnhildur lék einnig með USF Bulls hjá University of South Florida í Tampa þegar hún var þar við nám.

Hún var í liði Aftureldingar sem varð Íslandsmeistari í Futsal á dögunum.
Athugasemdir
banner
banner
banner