Real Madrid setur Alexander-Arnold í forgang - Barella orðaður við mörg félög - Tekur Montella við af Ten Hag? - Liverpool horfir á varnarmann Sevilla
banner
   mán 24. júní 2013 16:30
Magnús Már Einarsson
Bestur í 1. deild: Fiskur í öll mál
Leikmaður 6. umferðar - Juraj Grizelj (Grindavík)
Juraj Grizelj.
Juraj Grizelj.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
,,Ég er ánægður með þetta en þetta eru fyrst og fremst verðlaun fyrir liðið," sagði Juraj Grizelj leikmaður 7. umferðar í 1. deild karla hér á Fótbolta.net.

Juraj skoraði eitt mark og var mjög öflugur í 3-2 sigri Grindvíkinga á Leikni á laugardag.

,,Við vorum 3-0 yfir og vorum að stjórna leiknum en síðan fengum við á okkur mark sem kom þeim aftur inn í leikinn. Það var samt enginn hræddur um að við myndum ekki vinna þennan leik. Við erum fullir sjálfstraust og óhræddir."

Grindvíkingar hafa unnið sex af sjö leikjum sínum í sumar og eru á toppnum í fyrstu deildinni.

,,Við reynum að vinna í hverri viku og þetta er í rétta átt hjá okkur. Það er samt mikið eftir. Það eru sjö umferðir búnar og fimmtán eftir og við verðum að taka þetta skref fyrir skref," sagði Juraj aðspurður út í möguleika liðsins á að endurheimta sæti í Pepsi-deildinni.

Juraj samdi við Grindvíkinga í vor og hann hefur verið mjög öflugur hjá liðinu í sumar, til að mynda hefur hann verið í liði umferðarinnar fjórar umferðir í röð.

,,Marinko Skaricic, fyrrum leikmaður Grindavíkur, er mjög góður vinur minn og hann var aðstoðarþjálfari hjá liðinu sem ég spilaði með úti. Jankó (Milan Stefán Jankovic, þjálfari Grindavíkur) hringdi í hann og spurði um leikmenn."

,,Marinko benti á mig og Jankó sá klippur úr leikjum með mér á netinu. Hann hringdi í króatíska þjálfara og spurðist fyrir um mig og í kjölfarið samdi hann við mig. Ég held að hann sé ánægður með það,"
sagði Juraj sem er sjálfur ánægður í Grindavík.

,,Ég vildi fara í félag sem spilar sóknarbolta því að ég kann vel við það. Ég kann vel við æfingarnar hjá Jankó, taktíkina og allt annað. Ég er mjög ánægður."

,,Það er mikill munur á Króatíu og Íslandi. Það er 35 gráðu hiti þar og ég bjó 100 metra frá sjónum sem er 25 gráðu heitur. Ég kann samt vel við mig hér. Það er gott að spila fótbolta því veðrið er alltaf milt og gott,"
sagði Juraj sem borðar mikið af fisk í Grindavík.

,,Fiskurinn er góður. Ég borða fisk í morgunmat, hádegismat og í kvöldmat," sagði Juraj léttur í bragði að lokum.

Sjá einnig:
Leikmaður 6. umferðar - Jósef Kristinn Jósefsson (Grindavík)
Leikmaður 5. umferðar - Nigel Quashie (BÍ/Bolungarvík)
Leikmaður 4. umferðar - Hilmar Árni Halldórsson (Leiknir R.)
Leikmaður 3. umferðar - Aron Elís Þrándarson (Víkingur R)
Leikmaður 2. umferðar - Alen Sutej (Grindavík)
Leikmaður 1. umferðar - Ásgeir Þór Ingólfsson (Haukar)
Athugasemdir
banner
banner