Real Madrid setur Alexander-Arnold í forgang - Barella orðaður við mörg félög - Tekur Montella við af Ten Hag? - Liverpool horfir á varnarmann Sevilla
banner
   þri 21. maí 2013 15:15
Magnús Már Einarsson
Bestur í 1. deild: Bjóst ekki við að spila aftur
Leikmaður 2. umferðar - Alen Sutej (Grindavík)
Alen Sutej.
Alen Sutej.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
,,Það er alltaf hægt að gera betur en þetta var mjög góður leikur þar sem við héldum okkur við okkar skipulag," sagði Alen Sutej varnarmaður Grindavíkur við Fótbolta.net í dag en hann er leikmaður 2. umferðar í 1. deild karla eftir frammistöðu sína í 1-0 sigrinum á Haukum fyrir helgi.

Þessi 27 ára gamli Slóveni er nýbyrjaður að æfa aftur eftir mjög langa fjarveru vegna meiðsla.

,,Ég er ekki búinn að æfa í meira en 4-5 vikur eftir að hafa verið í vandræðum með meiðsli í tvö og hálft ár. Ég byrjaði í rauninni aftur í fótbolta og ég er ánægður með það. Þetta gengur ágætlega núna og ég horfi jákvæðari til framtíðar en áður."

Sutej lék með Keflavík 2009 og 2010 en hann gekk í kjölfarið í raðir FH. Hann náði þó aldrei að leika mótsleik með FH vegna meiðsla sem hafa hrjáð hann undanfarin ár.

,,Eftir að hafa æft í sjö daga með FH þá meiddist ég. Við reyndum að gera allt til að koma mér í leikhæft ástand en það gekk ekki. FH kom mjög vel fram við mig og við erum ennþá í fínu sambandi."

Sutej hafði ákveðið að taka sér frí frá fótbolta þegar Grindvíkingar heyrðu í honum í vor.

,,Jankó (Milan Stefán Jankovic) hafði samband við mig og spurði hvort ég væri tilbúinn að koma og prófa að spila aftur. Ég sagðist ekki getað lofað neinu en ég ákvað að prófa og ég fór með þeim í æfingaferð til Spánar. Ég bjóst ekki við að fara aftur til Íslands því ég var búinn að reyna að spila aftur í tvö ár án árangurs. Ég bjóst í sannleika sagt ekki við að spila fótbolta aftur en núna hefur komið í ljós að ég get spilað."

Grindvíkingum er spáð efsta sætinu í 1. deild í sumar en þeir eru með þrjú stig eftir tvær umferðir.

,,Við erum ekki undir pressu um að við verðum að fara upp. Við sjáum hvernig tímabilið þróast. Við erum með gott lið og við sjáum hvernig okkur gengur. Ef við eigum möguleika á að fara upp þá munum við auðvitað grípa það með báðum höndum."

Sutej ætlar að mæta á Laugardalsvöll þann 7. júní næstkomandi þegar landar hans í Slóveníu mæta Íslendingum í undankeppni HM.

,,Þeir hafa verið í vandræðum. Það var ekki gott andrúmsloft í liðinu og það urðu þjálfaraskipti. Ég held að þetta verði hörkuleikur en ég tel að Ísland eigi meiri möguleika á að sigra en Slóvenía," sagði Sutej að lokum.

Sjá einnig:
Leikmaður 1. umferðar - Ásgeir Þór Ingólfsson (Haukar)
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner