Real Madrid setur Alexander-Arnold í forgang - Barella orðaður við mörg félög - Tekur Montella við af Ten Hag? - Liverpool horfir á varnarmann Sevilla
banner
   mán 10. júní 2013 15:20
Magnús Már Einarsson
Bestur í 1. deild: Alltaf spurður af hverju ég vildi fara á Ísafjörð
Leikmaður 5. umferðar - Nigel Quashie (BÍ/Bolungarvík)
Nigel Quashie.
Nigel Quashie.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
,,Eins og ég sagði í viðtalinu eftir leikinn þá snýst þetta ekki bara um mig. Þetta snýst um alla strákana og er þakklátur fyrir að hafa fólk í kringum mig sem hefur gert mér auðveldara fyrir að njóta fótboltans. Félagið hefur staðið sig frábærlega," segir Nigel Quashie leikmaður 5. umferðar í 1. deild karla.

Quashie skoraði tvívegis í 4-2 útisigri BÍ/Bolungarvíkur á Fjölni síðastliðinn laugardag.

BÍ/Bolungarvík er með tólf stig í öðru sæti deildarinnar en Nigel segir að leikmenn séu ennþá niðri á jörðinni þrátt fyrir góða byrjun.

,,Það er mikið eftir og við förum ekki fram úr sjálfum okkur. Við horfum á næstu æfingu og næsta leik sem er gegn ÍBV. Þetta eru frábærir strákar í liðinu og ég er ánægður með að spila með þeim. Ef að ég er að fara í stríð þá tek ég þá alla með mér. Þetta eru góðir strákar."

BÍ/Bolungarvík er með nokkra erlenda leikmenn í sínu liði en Nigel er ánægður með móttökurnar sem þeir hafa fengið á Vestfjörðum.

,,Það eru íslenskir strákar hér, enskir, við erum með spænskan markvörð og Frakka. Samfélagið hér á Ísafirði gerir leikmönnum auðvelt fyrir að koma hingað."

,,Fólk spyr mig alltaf af því af hverju ég vildi fara til Ísafjarðar. Eins og ég hef sagt áður þá er þetta fallegur staður og fólkið er frábært. Það er frábært að vera hér og ég nýt þess að spila fótbolta."


BÍ/Bolungarvík mætir ÍBV á fimmtudag en þar verður Nigel Quashie ekki eini fyrrum leikmaðurinn í ensku úrvalsdeildinni á vellinum því David James og Hermann Hreiðarsson gætu báðir komið við sögu hjá Eyjamönnum.

,,Allir hafa talað um að það séu fyrrum leikmenn úr ensku úrvalsdeildinni að spila í þessum leik," sagði Nigel.

,,Ég veit hvers megnugir við erum en þetta verður erfiður leikur og við þurfum að vera klárir í slaginn. Þeir verða það líka, þeir hafa byrjað tímabilið vel og þetta verður góður leikur. Það verður gaman að hitta David og Hermann og ég veit hvernig þeir eru, þeir eru sigurvegarar og vilja vinna þennan leik," sagði Nigel að lokum.

Sjá einnig:
Leikmaður 4. umferðar - Hilmar Árni Halldórsson (Leiknir R.)
Leikmaður 3. umferðar - Aron Elís Þrándarson (Víkingur R)
Leikmaður 2. umferðar - Alen Sutej (Grindavík)
Leikmaður 1. umferðar - Ásgeir Þór Ingólfsson (Haukar)
Athugasemdir
banner
banner
banner