Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
Haraldur Freyr: Leikurinn spilast eins og við vildum
Höskuldur: Fannst þeir ofan á í grunnatriðum leiksins
Sami Kamel: Þurftum bara að beisla þessa jákvæðu orku
Dóri Árna: Ótrúlega andlaust og ekki líkt liðinu sem ég þekki
Hallgrímur Jónasson: Við stöndum saman sem lið
Árni Freyr: Mér fannst þetta vera víti
Breki Baldurs: Ég er mjög hrifinn af þessu kerfi
Arnar Gunnlaugs: Ótrúlegasta mark sem ég hef séð á þessum velli
Sveinn Þór: Ég held að við höfum aðeins sjokkerað þá pínulítið
Baldvin Borgars: Virkilega sáttur með frammistöðuna hjá mínum mönnum
Rúnar Kristins: Þeir lögðu mikla vinnu í þetta og veittu okkur mjög erfiðan leik
Jökull: Pirrandi leikur
Hetja HK kíkir ekkert niður í bæ: Ekkert mikið að gera þar miðað við í London
Hrannar Bogi eftir hetjulega frammistöðu Augnabliks: Við nálgumst leiki alltaf alveg eins
Fékk afmælisgjöf fyrir leikinn: Ég fékk Þróttaratrefil og nokkrar Stellur
Nýir tímar í Laugardalnum - „Finnst bara tilvalið að með því fylgi nýtt merki“
Haukur Páll: Ekki spurning um að koma mönnum fyrir
Heimir Guðjóns: Hefði verið gult spjald í fyrra
Gylfi Þór: Skrítið að spila gegn liði sem ég var hjá í 10 ár
Úlli: Fékk held ég nóg af liðsfélögum sínum
   fös 24. júní 2016 13:30
Magnús Már Einarsson
Annecy
Fréttamaður SkySports: Ísland getur unnið EM
Icelandair
Gary Cotterill.
Gary Cotterill.
Mynd: Fótbolti.net
Gary hefur mikla trú á Íslandi.
Gary hefur mikla trú á Íslandi.
Mynd: Fótbolti.net - Daníel Rúnarsson
Gary er aðdáandi Dele Alli.
Gary er aðdáandi Dele Alli.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Gary Cotterill, fréttamaður Sky Sports, er mættur til Annecy í Frakklandi til að fylgjast með íslenska landsliðinu undirbúa sig fyrir leikinn gegn Englandi í 16-liða úrslitum EM á mánudag.

Gary hefur áður séð íslenska liðið spila en hann var í Belgíu þegar Ísland tapaði 3-1 í vináttuleik þar í nóvember 2014.

„Ísland var þá nýbúið að vinna Holland og koma öllum á óvart. Ég sá liðið, spjallaði við nokkra leikmenn og sérstaklega þá sem spila í ensku deildinni," sagði Gary sem segist á þeim tíma hafa séð að Ísland gæti farið á EM og gert góða hluti.

„Já, klárlega, þið voruð að spila vel þá. Þið slökuðuð kannski á þegar þið voruð komnir áfram því liðið náði ekki eins góðum úrslitum eftir það. Ég sá leikinn gegn Belgíu og það var jafn leikur og liðið var að spila eins og ein heild. Það er erfitt að vinna ykkur og England hefur átt í erfiðleikum með lið sem er erfitt að vinna. Lið eins og Rússland, Slóvakía og Wales."

Telur að Ísland geti gert eins og Leicester
Gary segir að íslenska liðið geti farið ennþá lengra á mótinu en hann hefur mikla trú á liðinu.

„Þeir geta gert eins og Leicester, þeir unnu Úrvalsdeildina þegar engum datt það í hug og engum datt í hug að Ísland getur unnið EM en Grikkland gerði það á móti heimamönnum í úrslitum. Furðulegir hlutir hafa gerst."

Við spurðum Gary út í hans skoðun á enska landsliðinu í dag.

„Þeir eru allt í lagi, leikmenn Tottenham eru að koma í gegn og ungu leikmennirnir eru góðir, það er spurning hvort Wayne Rooney sé að spila í réttri stöðu. Vörnin er ekki eins sterk og hún hefur verið. Það vantar að búa til betri færi. Við höfum skapað mikið af færum en við verðum að klára þau. Við hefðum getað spilað í allan dag á móti Slóvakíu og ekki skorað."

„Þetta verður jafnt og þetta verður engan vegin auðvelt. England hefur spilað illa í milvægum leikjum og þeir hafa verið að æfa vítaspyrnur. Þeir halda kannski að þetta verði svo jafnt að þetta endar í vítapsyrnukeppni,"
sagði Gary en hverjir eru bestu leikmenn Englands að hans mati?

„Tottenham leikmennirnir eru að standa sig vel. Harry Kane er þreyttur, það er vandamál. Delli Alli er góður. Sturridge er líklegast besti framherjinn okkar ef hann byrjar en hann hefur ekki verið að byrja. Jamie Vardy vill sanna sig eftir að hafa ekki byrjað fyrstu tvo leikina og svo augljóslega Wayne Rooney. Hann er líklegast eini heimsklassa leikmaðurinn í liðinu núna."

„Allir munu leita af ástæðum til að styðja Ísland"
Hann var spurður út í viðbrögð ensku þjóðarinnar ef Ísland hefur betur á mánudag. „Allir munu leita af ástæðum og forfeðrum til að styðja Ísland," sagði Gary léttur.

„Síðast þegar við unnum eitthvað var 1966 og við höldum áfram að tala um það. Það er vandamál hvað ensku úrvalsdeildinni gengur vel, það er mikið af útlendingum í henni og minna af Englendingum að komast í gegn. Við erum ekki að framleiða eins góða leikmenn og við vorum að gera. Við erum með gott byrjunarlið en þeir eru ekki allir í heimsklassa."

Við fengum hann að lokum til að spá hvernig leikurinn á mánudaignn fer. „1-0, ég veit ekki fyrir hverjum," sagði Gary brosandi.

Viðtalið má sjá í heild sinni hér að ofan.

Fótbolti.net er með öflugt teymi á Evrópumótinu og færir ykkur fjölmargar fréttir daglega. Einnig er fylgst grannt með gegnum helstu samskiptamiðla.
- Vertu með okkur á Twitter með því að nota kassamerkið #fotboltinet fyrir færslur um mótið.
- Fótbolti.net á Snapchat: Fotboltinet
- Fótbolti.net á Instagram: Smelltu hér til að sjá .Net á Instagram.
Fótbolti.net á Facebook: Smelltu hér til að fara á heimasvæði Fótbolta.net á Facebook.

FARÐU Á EM SÍÐU FÓTBOLTA.NET
Athugasemdir
banner
banner
banner