Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
Haraldur Freyr: Leikurinn spilast eins og við vildum
Höskuldur: Fannst þeir ofan á í grunnatriðum leiksins
Sami Kamel: Þurftum bara að beisla þessa jákvæðu orku
Dóri Árna: Ótrúlega andlaust og ekki líkt liðinu sem ég þekki
Hallgrímur Jónasson: Við stöndum saman sem lið
Árni Freyr: Mér fannst þetta vera víti
Breki Baldurs: Ég er mjög hrifinn af þessu kerfi
Arnar Gunnlaugs: Ótrúlegasta mark sem ég hef séð á þessum velli
Sveinn Þór: Ég held að við höfum aðeins sjokkerað þá pínulítið
Baldvin Borgars: Virkilega sáttur með frammistöðuna hjá mínum mönnum
Rúnar Kristins: Þeir lögðu mikla vinnu í þetta og veittu okkur mjög erfiðan leik
Jökull: Pirrandi leikur
Hetja HK kíkir ekkert niður í bæ: Ekkert mikið að gera þar miðað við í London
Hrannar Bogi eftir hetjulega frammistöðu Augnabliks: Við nálgumst leiki alltaf alveg eins
Fékk afmælisgjöf fyrir leikinn: Ég fékk Þróttaratrefil og nokkrar Stellur
Nýir tímar í Laugardalnum - „Finnst bara tilvalið að með því fylgi nýtt merki“
Haukur Páll: Ekki spurning um að koma mönnum fyrir
Heimir Guðjóns: Hefði verið gult spjald í fyrra
Gylfi Þór: Skrítið að spila gegn liði sem ég var hjá í 10 ár
Úlli: Fékk held ég nóg af liðsfélögum sínum
banner
   lau 24. september 2016 16:04
Hafliði Breiðfjörð
Jói Kalli eftir 2-7 tap: Er að reyna að halda ró minni
Jóhannes Karl Guðjónsson þjálfari HK.
Jóhannes Karl Guðjónsson þjálfari HK.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Það er vægast sagt að segja að þetta sé afleitt," sagði Jóhannes Karl Guðjónsson þjálfari HK eftir 2-7 tap heima gegn Leikni Fáskrúðsfirði í lokaleik Inkasso deildarinnar í dag.

Lestu um leikinn: HK 2 -  7 Leiknir F.

„Þetta var ekki nærri því nógui góður leikur. Það er auðvelt að lýsa því, en það sem ég er svekktastur með er að menn geta átt slæma daga í fótbolta, og geta átt misjafna frammistöðu, en í heildina er ég mjög ósáttur við allt í okkar leik. Ég er mjög svekktur yfir þessu, ég get ekki sagt annað."

Leikurinn hafði enga þýðingu fyrir HK sem gat ekki fallið úr deildinni en Leiknir F. bjargaði sér með þesum sigri.

„Ég er þannig gerður að í mínum huga er ekki til sá fótboltaleikur sem skiptir ekki máli. Hvort sem það er á æfingu eða í skólanum eða hérna í Kórnum. Í mínum huga er enginn fótboltaleikur sem skiptir ekki máli. Það er ekki til í mínum huga að þessi leikur skipti ekki máli."

Jóhannes Karl tefldi fram sínu sterkasta liði utan þess að hann skipti um markvörð, Andri Þór Grétarsson leysti stöðu Arnars Freys Ólafssonar aðalmarkmanns sem fór á bekkinn.

„Andri er ungur og efnilegur markmaður. Hörkugóður markmaður, mig langaði að gefa honum tækifæri. Ég man ekki alveg hvernig öll þessi mörk voru, en get ekki betur séð en að Andri hafi staðið fyrir sínu í markin og ekki átt neina sök í mörkunum að mínu viti."

Með þessu stóra tapi réði HK í raun úrslitum um fall í mótinu því það dugði Leikni F til að bjarga sér.

„Súr er ekki orð sem lýsir því nógu vel hvernig mér líður núna. Það er fullt af tilfinningum að berjast um í brjósti mér. Ég er að reyna að halda ró minni eins og ég get. Þetta er mjög sérstakt og skrítinn leikur, og óásættanleg úrslit."
Athugasemdir
banner
banner
banner