Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mið 25. febrúar 2015 09:00
Alexander Freyr Tamimi
United talsvert betri á útivelli undir stjórn Moyes en Van Gaal
Moyes var ágætur á útivelli.
Moyes var ágætur á útivelli.
Mynd: Getty Images
Manchester United tapaði sínum fyrsta leik í ansi langan tíma þegar liðið beið lægri hlut gegn Swansea á útivelli í ensku úrvalsdeildinni um helgina.

Sky Sports hefur tekið saman tölfræði United á útivelli undir stjórn Louis van Gaal og borið saman við forvera hans, David Moyes. Niðurstaðan er vægast sagt athyglisverð og má sjá á myndinni hér að neðan.

Van Gaal hefur tekist að breyta Old Trafford í vígi á ný en hefur að sama skapi gengið afleitlega á útivelli. Liðið hefur einungis skorað 16 mörk í 13 útileikjum, sem verður að teljast lélegt miðað við sóknarkosti liðsins.

United hefur einungis unnið þrjá af 13 útileikjum sinnum undir stjórn Van Gaal á meðan liðið vann 10 leiki af 18 undir stjórn Moyes.

Hér að neðan má sjá nánari tölfræði.
Athugasemdir
banner
banner
banner