Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   sun 26. mars 2017 20:12
Kristófer Kristjánsson
Danny Blind rekinn sem landsliðsþjálfari Hollands (Staðfest)
Danny Blind hefur verið látinn taka poka sinn
Danny Blind hefur verið látinn taka poka sinn
Mynd: Getty Images
Danny Blind hefur verið rekinn úr stöðu landsliðsþjálfara Hollendinga en þetta kemur fram í yfirlýsingu frá hollenska knattspyrnusambandinu.

Blind var ráðinn sem arftaki Guus Hiddink þegar undankeppninin fyrir EM 2016 var hálfnuð en honum tókst ekki að koma Hollendingum á EM í Frakklandi.

Eftir niðurlægjandi 2-0 tap gegn Búlgaríu í gær fara möguleikar Hollendinga á að komast á Heimsmeistaramótið í Rússlandi 2018 dvínandi.

Blind viðurkenndi að hann ætlaði að hugsa stöðu sína eftir gærdaginn en nú hafa yfirmenn hans ákveðið fyrir hann.

„Við berum mikla virðingu fyrir Danny og því sem hann gerði fyrir okkur," sagði í yfirlýsingu frá hollenska knattspyrnusambandinu.

„En þar sem úrslitin hafa verið vonbrigði og við gætum misst af því að komast á HM í Rússlandi var því miður nauðsynlegt að láta hann fara."

Þjálfari U21 landsliðs Hollendinga, Fred Grim, mun taka við tímabundið þegar Hollendingar mæta Ítölum í vináttuleik.
Athugasemdir
banner
banner