Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   sun 26. mars 2017 09:00
Dagur Lárusson
Gabriel Jesus vonast eftir endurkomu fyrir lok tímabilsins
Gabriel Jesus fagnar marki.
Gabriel Jesus fagnar marki.
Mynd: Getty Images
Ungi brasilíumaðurinn, Gabriel Jesus, vonast eftir því að geta spilað aftur fyrir Pep Guardiola og hans menn áður en að tímabilið klárast.

Gabriel Jesus meiddist í leik Manchester City gegn Bournemouth í febrúarmánuði en hann braut bein í fæti.

„Eins og er þá veit ég ekki mikið um mína stöðu, en ég vonast eftir því að geta spilað aftur á þessu tímabili," sagði Jesus.

„Í fyrstu var þetta mjög erfitt fyrir mig. Ég er mjög þakklátur fyrir allan læknana og sjúkraþjálfarana í Manchester. Þetta eru mín fyrstu alvöru meiðsli, fyrsta sinn sem ég lendi í einhverju sem að heldur mér frá fótbolta í langan tíma, það er erfitt fyrir mig."

Gabriel Jesus byrjaði sinn feril með Manchester City með stæl en hann skoraði meðal annars gegn West Ham og Swansea.
Athugasemdir
banner
banner
banner