Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   þri 26. apríl 2016 14:36
Elvar Geir Magnússon
Tíu hlutir sem voru líklegri en að Leicester yrði meistari
Forsetahjónin verðandi.
Forsetahjónin verðandi.
Mynd: Getty Images
Er Elvis á lífi?
Er Elvis á lífi?
Mynd: Fótbolti.net - Magnús Már Einarsson
Fyrir átta mánuðum síðan gáfu veðbankar stuðulinn 5000/1 á að Leicester City yrði Englandsmeistari. Næsta sunnudag getur félagið innsiglað sinn fyrsta Englandsmeistaratitil í sögunni.

BBC hefur tekið saman hluti sem veðbankar töldu líklegra að myndi eiga sér stað:

- Simon Cowell kjörinn forsætisráðherra - 500/1
Það var tíu sinnum líklegra að X Factor dómarinn yrði forsætisráðherra en að Leicester yrði Englandsmeistari.

- Piers Morgan ráðinn stjóri Arsenal - 2500/1
Hann er í flottu starfi í morgunsjónvarpinu hjá ITV en væri örugglega til í að stökkva á stjórastarfið hjá Arsenal.

- Sir Alex Ferguson sigurvegari Strictly Come Dancing 1000/1
Þessi fyrrum stjóri Manchester United er ekki mjög líklegur til að dansa til sigurs í raunveruleikaþætti.

- Drottningin á vinsælasta jólalagið 1000/1
Drottningin er orðin 90 ára en kannski er ekki of seint að komast á topp vinsældarlistans?

- Loch Ness skrímslið uppgötvast 500/1
Spurning að henda einhverju á það...

- Vilhjálmur prins og Kate eignast þríbura 1000/1
Þeir sem veðjuðu á þetta í ágúst köstuðu peningunum sínum út fyrir hafsauga. Það kom stelpa og hún var ein.

- Dean Gaffney valinn besti leikarinn á Óskarnum 1000/1
Lék í sápuóperum á Bretlandi fyrir rúmum áratug en hefur lítið gert síðan.

- Kim Kardashian verður forseti Bandaríkjanna 2000/1
Það yrði eitthvað að fá Íslandsvin í Hvíta húsið!

- Elvis er lifandi 2000/1
Veðbankar töldu líklegra að Elvis (sem dó 1977) myndi finnast lifandi 2016 en að Leicester myndi taka Englandsmeistaratitilinn.

- Nick Grimshaw vinnur gull á Ólympíuleikunum í Ríó 5000/1
Jafnlíklegt að þekktur plötusnúður og útvarpsmaður á Englandi vinni til gullverðlauna eins og að Leicester geri slíkt.



Sjá einnig:
Hvernig verður Leicester meistari í næstu umferð?
Athugasemdir
banner
banner
banner