Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
Haraldur Freyr: Leikurinn spilast eins og við vildum
Höskuldur: Fannst þeir ofan á í grunnatriðum leiksins
Sami Kamel: Þurftum bara að beisla þessa jákvæðu orku
Dóri Árna: Ótrúlega andlaust og ekki líkt liðinu sem ég þekki
Hallgrímur Jónasson: Við stöndum saman sem lið
Árni Freyr: Mér fannst þetta vera víti
Breki Baldurs: Ég er mjög hrifinn af þessu kerfi
Arnar Gunnlaugs: Ótrúlegasta mark sem ég hef séð á þessum velli
Sveinn Þór: Ég held að við höfum aðeins sjokkerað þá pínulítið
Baldvin Borgars: Virkilega sáttur með frammistöðuna hjá mínum mönnum
Rúnar Kristins: Þeir lögðu mikla vinnu í þetta og veittu okkur mjög erfiðan leik
Jökull: Pirrandi leikur
Hetja HK kíkir ekkert niður í bæ: Ekkert mikið að gera þar miðað við í London
Hrannar Bogi eftir hetjulega frammistöðu Augnabliks: Við nálgumst leiki alltaf alveg eins
Fékk afmælisgjöf fyrir leikinn: Ég fékk Þróttaratrefil og nokkrar Stellur
Nýir tímar í Laugardalnum - „Finnst bara tilvalið að með því fylgi nýtt merki“
Haukur Páll: Ekki spurning um að koma mönnum fyrir
Heimir Guðjóns: Hefði verið gult spjald í fyrra
Gylfi Þór: Skrítið að spila gegn liði sem ég var hjá í 10 ár
Úlli: Fékk held ég nóg af liðsfélögum sínum
   fim 26. maí 2016 11:22
Jóhann Ingi Hafþórsson
Viðtal
Lars Lagerback: Kolbeinn er ennþá spurningamerki
Icelandair
Lars Lagerback.
Lars Lagerback.
Mynd: Fótbolti.net - Ómar Vilhelmsson
Landsliðsþjálfarinn, Lars Lagerback, er ánægður með standið á liðinu eins og það er núna en Fótbolti.net spjallaði við Svíann fyrir æfingu liðsins á Laugardalsvelli í dag.

Hann segir þó erfitt að svara því þar sem tæpur helmingur leikmanna er kominn til landsins á meðan aðrir eru enn hjá félagsliðum sínum.

„Það er svolítið erfitt að svara því, það eru margir leikmenn sem eru í burtu og við þurfum að bíða þangað til eftir helgi en þetta lítur vel út með þá leikmenn sem eru hér, ég er mjög sáttur með hvernig þeir líta út á æfingum. Aron er næstum farinn að æfa á fullu en Kolbeinn er ennþá smá spurningamerki."

Liðið fékk U-17 landsliðið til að æfa með sér í gær og var Lars ánægður með strákana.

„Það var sniðugt, það var hugmyndin hans Heimis. Við vildum fá fleiri á æfingu svo við gætum einbeitt okkur betur að því sem við vildum gera og þeir voru mikið betri en ég hélt."

Hann segir alla vera heila sem enn eiga eftir að koma til móts við liðið og segir Arnór Inga eiga að vera í lagi.

„Eina spurningin er Arnór Ingvi, hann var eitthvað meiddur í löppinni og það er ekki víst að hann spili um helgina en hann ætti að vera í lagi."

Hann segir hlutina hafa gengið vel hingað til og er spenntur.

„Mér líður vel, það væri betra að hafa alla hérna en svona er þetta. Plönin hafa gengið eftir og ég sé ekkert neikvætt í gangi núna."
Athugasemdir
banner
banner
banner