Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fös 26. júní 2015 19:27
Magnús Már Einarsson
Start hafnar tilboði frá Rússlandi í Matthías
Matthías Vilhjálmsson.
Matthías Vilhjálmsson.
Mynd: Heimasíða Start
Start í Noregi hefur hafnað tilboði frá félagi í rússnesku úrvalsdeildinni í Matthías Vilhjálmsson samkvæmt fvn.no.

Tilboðið var nokkuð hátt en Start vill fá meiri pening fyrir Matthías.

Matthías hefur verið lykilmaður hjá Start síðan hann kom til félagsins frá FH fyrir tímabilið 2012. Hinn 28 ára gamli Matthías er samningsbundinn Start út árið 2017.

Á þessu tímabili hefur Matthías skorað fimm mörk í ellefu leikjum með Start í norsku úrvalsdeildinni.

Matthías á 13 leiki að baki með íslenska landsliðinu en hann spilaði síðast með landsliðinu gegn Kanada í byrjun árs.
Athugasemdir
banner
banner
banner