Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   sun 26. júní 2016 09:18
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Copa America: Bacca hetjan er Kólumbía tók bronsið
Bacca var hetja Kólumbíumanna
Bacca var hetja Kólumbíumanna
Mynd: Getty Images
Bandaríkin 0 - 1 Kólumbía
0-1 Carlos Bacca (´31 )
Rautt spjald: Michael Orozco, Bandaríkin (´90 ), Santiago Arias, Kólumbía (´90 )

Sóknarmaðurinn Carlos Bacca reyndist hetja Kólumbíumanna í leiknum um 3. sætið á Copa America í nótt.

Kólumbía mætti heimamönnum í Bandaríkjunum í nótt og var markið frá Bacca nóg til þess að tryggja sigurinn.

Bacca skoraði á 31. mínútu og kom markið eftir gríðarlega flotta sókn. James Rodrigu­ez lyfti bolt­an­um glæsi­lega yfir vörn Banda­ríkj­anna á Santiago Ari­as sem skallaði bolt­ann þvert fyr­ir markið á Bacca sem skoraði auðveld­lega.

Bæði lið fengu svo tækifæri til þess að skora, en fleir urðu mörkin ekki. Hvort liðið missti mann af velli með rautt spjald undir lokin og því bæði lið með tíu menn inn á vellinum þegar flautað var til leiksloka.

Argentína og Síle mætast í úrslitaleik mótsins í nótt.
Athugasemdir
banner
banner
banner