Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mán 26. september 2016 06:00
Ívan Guðjón Baldursson
Mihajlovic: Hart eykur sjálfstraustið í hópnum
Joe Hart gerði stór mistök í fyrsta leik sínum fyrir Torino. Síðan þá hefur hann spilað þrjá leiki og aðeins fengið eitt mark á sig, úr vítaspyrnu.
Joe Hart gerði stór mistök í fyrsta leik sínum fyrir Torino. Síðan þá hefur hann spilað þrjá leiki og aðeins fengið eitt mark á sig, úr vítaspyrnu.
Mynd: Getty Images
Joe Hart átti góðan leik er Torino lagði Roma að velli með þremur mörkum gegn einu í gær.

Sinisa Mihajlovic, þjálfari Torino, var himinlifandi með sigurinn og hrósaði nýja markverðinum, sem er á láni frá Manchester City, í hástert.

„Við fengum Hart til okkar því hann er fullur af eldmóði og mjög reyndur, ég átti gott spjall við hann áður en við gengum frá félagaskiptunum," sagði Mihajlovic eftir sigurinn.

„Hann er frábær náungi og alvöru atvinnumaður, hann eykur sjálfstraustið í hópnum til muna og leikmenn eru öruggir með hann bakvið sig."

Torino er um miðja deild eftir sigurinn, með átta stig eftir sex umferðir. Mihajlovic segir þetta hafa verið bestu frammistöðu liðsins á tímabilinu.

„Þetta var besta frammistaða okkar á tímabilinu. Við skoruðum þrjú mörk, skutum í tréverkið og sköpuðum fjögur eða fimm önnur dauðafæri."
Athugasemdir
banner
banner
banner