Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   lau 26. nóvember 2016 06:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Heimild: BBC 
Stjóri Arons Einars vildi fá starfið hjá Aston Villa í sumar
Neil Warnock hefur komið víða við
Neil Warnock hefur komið víða við
Mynd: Getty Images
Neil Warnock, þjálfari Arons Einars Gunnarssonar og félaga hans í Cardiff, segist hafa verið vonsvikinn með það að fá ekki símtal frá Aston Villa í sumar.

Stjórastarfið hjá Aston Villa losnaði eftir síðasta tímabil, en það var tekin ákvörðun um að ráða hinn ítalska Roberto Di Matteo fyrir baráttuna í Championship-deildinni.

Það gekk hins vegar ekki sem skildi hjá Di Matteo, en hann var rekinn eftir 124 daga í starfi og í hans stað var Steve Bruce ráðinn. Neil Warnock segist hafa verið vonsvikinn með það að hafa ekki heyrt í stjórnarmönnum hjá Villa í sumar.

„Þeir vildu fá stærra nafn held ég, þeir tóku Di Matteo og þannig er það bara," sagði Warnock. „Á þeim tíma hugsaði ég með mér að það væri þeirra tap, ekki mitt."

Þessi 67 ára gamli reynslubolti tók þess í stað við Cardiff og þar hefur hann gert ágætis hluti til að byrja með. Hann er búinn að gera landsliðsfyrirliðann Aron Einar Gunnarsson að lykilmanni.
Athugasemdir
banner