Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   lau 26. nóvember 2016 09:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Heimild: 101 Great Goals 
Wenger um Xhaka: Viss um að hann fái sína leiki
Xhaka hefur þurft að sætta sig við bekkjarsetu í upphafi tímabils
Xhaka hefur þurft að sætta sig við bekkjarsetu í upphafi tímabils
Mynd: Getty Images
Það hefur kannski komið einhverjum á óvart að svissneski miðjumaðurinn Granit Xhaka hafi þurft að sætta sig við jafnmikla bekkjarsetu hjá Arsenal og raun ber vitni.

Xhaka kom frá Borussia Mönchengladbach fyrir háa upphæð í sumar, en hann hefur ekki náð að festa sæti sitt hjá Lundúnarfélaginu í upphafi tímabils.

Stuðningsmenn eru hrifnir af Xhaka, en Arsene Wenger, stjóri Arsenal, hefur nú greint frá því af hverju sá svissneski hefur þurft að verma tréverkið svona oft.

„Ég er mjög ánægður með skuldbindinguna hjá Granit. Ég held að hann sé að aðlagast vel. Hann hefur kannski ekki byrjað nógu marga leiki síðan tímabilið hófst, en hann er að aðlagast nýrri deild og nýjum fótbolta," sagði Wenger.

„Í heildina er ég mjög ánægður vegna þess að hann er einbeittur á það á hverjum degi að leggja hart að sér og ég er viss um það að hann muni fái sína leiki."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner