Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mán 27. febrúar 2017 12:15
Elvar Geir Magnússon
Heimild: Morgunblaðið 
Gylfi telur að þetta tímabil sé sitt besta á ferlinum
Gylfi hefur verið frábær með Swansea.
Gylfi hefur verið frábær með Swansea.
Mynd: Getty Images
Swansea getur svo sannarlega þakka Gylfa Þór Sigurðssyni fyrir það að liðið sé ekki í fallsæti. Íslenski landsliðsmaðurinn hefur komið að meira en helmingi marka liðsins.

Hann er næst stoðsendingahæsti leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar eftir að hafa lagt upp mark Swansea í 3-1 tapi gegn Chelsea um helgina.

„Tölfræðin hjá mér hvað varðar mörk og stoðsendingar er frábær og ég er mjög ánægður með það. Nú er bara að reyna að bæta fleirum við á báðum sviðum. Ég held að þetta sé mitt besta tímabil og það hefur gengið sérlega vel hjá mér eftir jól og áramót. Liðinu hefur líka gengið betur og þetta helst í hendur," segir Gylfi í viðtali við Morgunblaðið.

Vangaveltur hafa verið uppi um hvar Gylfi mun spila á næsta tímabili en alveg ljóst er að stærri félög vilja fá hann í sínar raðir.

„Þessi mál eru öll í höndum umboðsmanns míns. Ég er ekkert að velta þessum hlutum fyrir mér. Ég er bara einbeittur á Swansea og ætla að gera allt sem ég get til að halda liðinu uppi. Við erum langt í frá öruggir með sæti okkar og ég sé svo bara til hvað gerist eftir tímabilið."

Í viðtalinu er Gylfi einnig spurður út í íslensku leikmennina í B-deildinni sem flestir hafa átt erfitt uppdráttar á tímabilinu. Ragnar Sigurðsson, Birkir Bjarnason og Hörður Björgvin Magnússon hafa ekki fest sig í sessi hjá sínum liðum.

„Fótboltinn er upp og niður og þeir verða að halda áfram og komast í gegnum þetta. Enska B-deildin er gríðarlega erfið deild og það tekur tíma að ná áttum í henni. Ég á fastlega von á að Birkir, Raggi og Hörður nái sér á strik fyrr en seinna. Þeir eru vanir því að gefast ekki upp og þeir komast í gegnum þetta," segir Gylfi í Morgunblaðinu.
Athugasemdir
banner
banner
banner