Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mán 27. febrúar 2017 18:45
Stefnir Stefánsson
Ljungberg orðinn aðstoðarþjálfari Wolfsburg (Staðfest)
Ljungberg er mættur til Þýskalands
Ljungberg er mættur til Þýskalands
Mynd: GettyImages
Svíjinn Freddie Ljungberg hefur ákveðið að yfirgefa þjálfarastöðu sína hjá Arsenal og taka við sem aðstoðarþjálfari Wolfsburg í Þýskalandi. En þýska félagið greindi frá þessu á heimasíðu sinni í dag.

Ljungberg lék á sínum tíma 216 leiki fyrir Arsenal og skoraði hann 46 mörk fyrir félagið.

Arsenal greindi einning frá í gær að Andreas Jonker unglingaþjálfari liðsins hefði einnig farið til Wolfsburg. En Wolfsburg ráku þjálfara sinn Valerien Ismael eftir slakt gengi liðsins að undanförnu. Liðið situr tveim stigum fyrir ofan fallsæti í þýsku úrvalsdeildinni.

Ljungberg mun því ásamt Uwe Speidel verða aðstoðarmaður Andreas Jonker hjá Wolfsburg

Talið er að Arsenal muni leysa skarð tvímenningana með því að ráða Pep Segura úr þjálfaraliði Barcelona. Segura hefur áður starfað hjá Liverpool, Olympiakos og AEK frá Aþenu. Ekkert hefur þó verið staðfest enþá.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner