Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fim 27. apríl 2017 15:30
Magnús Már Einarsson
Draumaliðsdeild Eyjabita - Benedikt Valsson velur sitt lið
Hér er liðið hans Benna.  Smelltu á myndina til að sjá hana stærri.
Hér er liðið hans Benna. Smelltu á myndina til að sjá hana stærri.
Mynd: Draumaliðsdeild Eyjabita
Benedikt Valsson.
Benedikt Valsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Skráning er í fullum gangi í Draumaliðsdeild Fótbolta.net og Eyjabita. Keppni í Pepsi-deild karla hefst á sunnudaginn og hægt er að búa til lið fram að þeim tíma.

Smelltu hér til að taka þátt í Draumaliðsleiknum!

Benedikt Valsson úr Hraðfréttum er að sjálfsögðu klár með sitt lið fyrir sumarið.

„Liðið heitir Frystitogarinn enda um borð í slíku skipi er samansafn af nöglum en standa vaktina sama hvað gerist og sammælast um að afla stiga," sagði Benedikt þegar hann skilaði liðinu.

Markið: Auðvitað set ég Gunnleif markið. Hann verður graðari með hverju árinu í að standa sig betur en árið
áður til að halda vinnunni enda er hann orðinn ofboðslega gamall. Algjör skipstjóri.

Vörnin: Akkerið í liðinu er klárlega Skúli Jón sem ég veit að ætlar sér stóra hluti í sumar. Hann er í geggjuðu standi sálarlega enda bálskotinn í hundinum sínum og búinn að taka mataræðið rækilega í gegn. Ég set svo tvo heiðursmenn úr Stjörnunni og FH kennda við löpp og lax. Þeir tveir setja samtals 7 mörk í netið sumar og hjálpa þannig til að hífa stigin inn fyrir sín lið.

Miðjan: Miðjan er samansafn af leikmönnum sem miklar væntingar eru gerðar til. Kennie var einn skemmtilegasti leikmaður KR í fyrra, hann mun halda áfram að vera það. Halldór Orri er æstur í það að sanna sig hjá nýju liði og svo vel ég Baldur sem ég sakna gríðarlega úr KR. Oliver er síðan leikmaður sem stjórnar spilinu eins og stýrimaður.

Sóknin: Tek gríðarlega áhættu með Tobias en hann er búinn að lofa því að skora mikið af mörkum og eins gott að hann standi við það. Ef hann er ekki búinn að skora eftir 3 leiki verður honum umsvifalaust skipt út af dekkinu fyrir Tokic. Eins mikið og ég vona að Kristján Flóki hafi yfirleitt hægt um sig þá held ég að hann tryggi FH stigin sex í fyrstu tveimur umferðunum. Þar sem ég er sonur Vals fannst mér eðlilegt að henda einum Valsara í byrjunarliðið og meira segja á toppinn.

Smelltu hér til að taka þátt í Draumaliðsleiknum!

Sjá einnig:
Draumaliðsdeild Eyjabita - Tómas Þór velur sitt lið
Draumaliðsdeild Eyjabita - Kristinn Freyr velur sitt lið
Draumaliðsdeild Eyjabita - Viðar Ari velur sitt lið
Draumaliðsdeild Eyjabita - Árni Vill velur sitt lið
Draumaliðsdeild Eyjabita - Aron Þrándar velur sitt lið
Draumaliðsdeild Eyjabita - Adam Örn velur sitt lið
Draumaliðsdeild Eyjabita - Kristinn Steindórs velur sitt lið
Draumaliðsdeild Eyjabita - Aron Einar velur sitt lið
Draumaliðsdeild Eyjabita - Gary Martin velur sitt lið
Draumaliðsdeild Eyjabita - Hjörvar Hafliða velur sitt lið
Draumaliðsdeild Eyjabita - Ari Freyr velur sitt lið
Athugasemdir
banner
banner