Varane, Diaz, Matip, Yamal, Davies og Rashford koma við sögu
   sun 23. apríl 2017 11:00
Magnús Már Einarsson
Draumaliðsdeild Eyjabita - Kristinn Steindórs velur sitt lið
Lið Kristins.  Smelltu á myndina til að sjá hana stærri.
Lið Kristins. Smelltu á myndina til að sjá hana stærri.
Mynd: Draumaliðsdeild Eyjabita
Kristinn Steindórsson.
Kristinn Steindórsson.
Mynd: Getty Images
Mynd: Eyjabiti
Skráning er í fullum gangi í Draumaliðsdeild Fótbolta.net og Eyjabita. Keppni í Pepsi-deild karla hefst eftir viku og hægt er að búa til lið fram að þeim tíma.

Smelltu hér til að taka þátt í Draumaliðsleiknum!

Kristinn Steindórsson, leikmaður GIF Sundsvall í Svíþjóð, er klár með sitt lið fyrir sumarið en það heitir FC Random.

„Eins og nafnið á liðinu gefur til kynna þá renn ég svolítið blint í sjóinn. Hef ekki náð að fylgjast nógu vel með boltanum undanfarin ár en verður breyting á því í sumar," sagði Kristinn þegar hann skilaði inn sínu liði.

Markið:
Gulli Gull: Þrátt fyrir að verða 62 ára á árinu þá verður hann bara betri og betri og mun loka kassanum.

Vörnin:
Bergsveinn: Sjósund í speedo. Grjóthart mataræði. Þetta mun skila sér í sumar.
Jonathan H: FH vörnin verður sterk í sumar og hann mun fá sín stig út á það.
Arnór Sveinn: Ég veit hvað minn maður getur og hann mum blómstra eftir félagsskiptin.
Jónas Næs: Nice gaur sem mun skila stigum af eyjunni.

Miðjan:
Dion A: Liðsfélagi minn Kristinn Freyr er með inside information hjá Val og valdi hann í sitt lið. Ég hermi eftir honum.
Oliver Sigurjón: ‘Play the way you look’ og hann lúkkar eins og million dollars
Steinþór Freyr: Stálmúsin er komin heim og mun vera útum allan völl að hrúga inn stigum. Telst það að fiska víti sem stoðsending? Ef svo er þá er ég í toppmálum.
Ingimundur Níels: Það þarf einhver að búa til hjá Fjölni og ég held að hann verði í því hlutverki

Sóknin:
Tobias og Kristján Flóki: Tveir félagar sem munu vera í baráttu um gullskóinn ef allt verður eðlilegt.

Smelltu hér til að taka þátt í Draumaliðsleiknum!

Sjá einnig:
Draumaliðsdeild Eyjabita - Tómas Þór velur sitt lið
Draumaliðsdeild Eyjabita - Kristinn Freyr velur sitt lið
Draumaliðsdeild Eyjabita - Viðar Ari velur sitt lið
Draumaliðsdeild Eyjabita - Árni Vill velur sitt lið
Draumaliðsdeild Eyjabita - Aron Þrándar velur sitt lið
Draumaliðsdeild Eyjabita - Adam Örn velur sitt lið
Athugasemdir
banner
banner
banner