Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mið 27. maí 2015 05:55
Ívan Guðjón Baldursson
Ísland í dag - Sex leikir á dagskrá
KH leikur við Mídas.
KH leikur við Mídas.
Mynd: KH
Það eru sex leikir á dagskrá í íslenska boltanum í dag þar sem tveir leikir eru í 1. deild kvenna og fjórir í 4. deildinni.

Í A-riðli 1. deildarinnar tekur ÍA á móti Augnabliki í fyrstu umferð en í C-riðlinum fer Höttur í heimsókn til Sindra, sem tapaði fyrir Hömrunum í fyrstu umferð.

Í B-riðli 4. deildar mætast KH og Mídas á Valssvæðinu við Hlíðarenda. Bæði lið unnu sína leiki í fyrstu umferð.

Í D-riðlinum eru þrír leikir þar sem KB spilar sinn fyrsta leik og er hann gegn Kormáki/Hvöt sem tapaði fyrir Elliða í fyrstu umferð. Elliði mætir Hvíta riddaranum sem lagði SR af velli í fyrstu umferð og SR á leik við Kríu, sem er á toppi deildarinnar eftir sigur á Vængjum Júpiters.

1. deild kvenna - A-riðill:
20:00 ÍA - Augnablik (Norðurálsvöllurinn)

1. deild kvenna - C-riðill:
20:00 Sindri - Höttur (Sindravellir)

4. deild - B-riðill:
20:00 KH - Mídas (Hlíðarendi)

4. deild - D-riðill:
20:00 Elliði - Hvíti riddarinn (Fylkisvöllur)
20:00 KB - Kormákur/Hvöt (Leiknisvöllur)
21:00 SR - Kría (Gervigrasvöllur Laugardal)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner