Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   sun 27. maí 2018 05:55
Gunnar Logi Gylfason
Ísland í dag - Toppliðið heimsækir Íslandsmeistarana
Blikar eru á toppnum og fara í heimsókn til Íslandsmeistaranna í dag
Blikar eru á toppnum og fara í heimsókn til Íslandsmeistaranna í dag
Mynd: Raggi Óla
Það verður sannkölluð knattspyrnuveisla á Íslandi í dag.

Fimm leikir eru á dagskrá í Pepsi-deild karla. Eyjamenn heimsækja Keflvíkinga í fyrsta leik dagsins í deildinni. Norðanmenn í KA koma í bæinn þar sem KR-ingar bíða þeirra. Þá er Reykjavíkurslagur í Fossvoginum þar sem Víkingur og Fjölnir etja kappi.

Stjarnan tekur á móti Grindavík í kvöld en síðasti en alls ekki sísti leikur dagsins er stórleikur Vals og Breiðabliks. Þar er um að ræða topplið deildarinnar og Íslandsmeistarana en leikurinn fer fram á Origo vellinum, heimavelli Vals.

Blikar eru fyrir umferðina á toppi deildarinnar með 11 stig en Grindavík og FH fylgja fast á eftir með einu stigi minna.

Í Pepsi-deild kvenna fara Íslandsmeistararnir í Kaplakrika og keppa við FH. Þór/KA hefur unnið alla fjóra leiki sína í sumar en FH hefur aðeins unnið einn.

Þá eru fjórir leikir á dagskrá í Inkasso-deild kvenna og einn í 2. deild kvenna.

Að lokum verður einn leikur spilaður í 2.deild karla en sá leikur fer fram á Ísafirði er Vestri tekur á móti Aftureldingu úr Mosfellsbæ.

sunnudagur 27. maí

Pepsi-deild karla
16:30 Keflavík-ÍBV (Nettóvöllurinn)
17:00 KR-KA (Alvogenvöllurinn)
17:00 Víkingur R.-Fjölnir (Víkingsvöllur)
19:15 Stjarnan-Grindavík (Samsung völlurinn)
20:00 Valur-Breiðablik (Origo völlurinn)

Pepsi-deild kvenna
16:00 FH-Þór/KA (Kaplakrikavöllur)

2. deild karla
15:00 Vestri-Afturelding (Olísvöllurinn)

1. deild kvenna
14:00 Fjölnir-ÍA (Extra völlurinn)
14:00 ÍR-Sindri (Hertz völlurinn)
16:00 Hamrarnir-Fylkir (Boginn)
17:00 Haukar-Afturelding/Fram (Ásvellir)

2. deild kvenna
14:00 Tindastóll-Hvíti riddarinn (Sauðárkróksvöllur)
Athugasemdir
banner
banner