Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   lau 27. júní 2015 09:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Heimild: ESPN 
Mainz ætlar að selja Jara eftir atvikið í Suður-Ameríku bikarnum
Gonzalo Jara
Gonzalo Jara
Mynd: Getty Images
Gonzalo Jara, leikmaður Mainz í þýsku úrvalsdeildinni, má yfirgefa félagið eftir stórfurðulegt atvik sem að kom upp í Suður-Ameríku bikarnum.

Jara fiskaði þá Edinson Cavani útaf, með því að setja puttann á sér að endaþarmi hans. Cavani brást illa við og sló til Jara, sem að lét sig falla með tilþrifum.

Aganefnd Suður-Ameríku bikarsins er nú að rannsaka málið og talið er að Jara muni ekki leika meira á mótinu.

Atvikið mun þá líka draga dilk á eftir sér hjá félagsliði hans, en íþróttastjóri Mainz, Christian Heidel var mjög ósáttur með framkomu Jara.

"Við líðum ekki svona hegðun. Ég er ekki bara reiður yfir fingraatvikinu, heldur líka því sem gerist í kjölfarið. Það er ekkert sem ég hata meira en leikaraskap," sagði Heidel í samtali við Bild.

"Ef að það kemur tilboð í hann, þá má hann fara."

Jara gekk til liðs við þýska liðið frá West Brom, eftir að hafa áður leikið með liðum á borð við Brighton og Nottingham Forrest.

Myndband af atvikinu má sjá hér fyrir neðan.


Athugasemdir
banner
banner
banner