Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fim 28. maí 2015 07:00
Magnús Már Einarsson
Gaman ferðir og Tólfan í samstarf
Kristinn Hallur Jónsson, Þór Bæring Ólafsson, Friðgeir Bergsteinsson
Kristinn Hallur Jónsson, Þór Bæring Ólafsson, Friðgeir Bergsteinsson
Mynd: Gaman ferðir
Í gær skrifuðu Ferðaskrifstofan Gaman Ferðir og Tólfan undir samstarfssamning. Gaman Ferðir eru nú einn af stoltum styrktaraðilum Tólfunnar. Markmið Gaman Ferða eru að styðja Tólfuna í því að halda áfram að vaxa og dafna.

Gaman Ferðir í samstarfi með WOW air og Tólfunni ætla meðal annars að vinna saman að því að stofna sérstakan ferðaklúbb Tólfunnar. Þessir aðilar ætla gera allt sem þeir geta til þess að setja saman sérstakar ferðir á útileiki íslenska landsliðsins í knattpyrnu þar sem stemningin verður í aðalhlutverki.

Gaman Ferðir og Tólfan fóru saman með fulla vél til Tékklands á síðasta ári og var sú ferð afar vel heppnuð. Næsta verkefni Gaman Ferða og Tólfunnar er svo ferð á leik Hollands og Íslands í september en þess má geta að það er orðið uppselt í þá ferð.

Draumurinn er að setja upp aðra ferð á þann leik en það kemur í ljós um miðjan júní hvort það verður möguleiki. Gaman Ferðir eru byrjaðir að taka niður nöfn á biðlista.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner