Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
Haraldur Freyr: Leikurinn spilast eins og við vildum
Höskuldur: Fannst þeir ofan á í grunnatriðum leiksins
Sami Kamel: Þurftum bara að beisla þessa jákvæðu orku
Dóri Árna: Ótrúlega andlaust og ekki líkt liðinu sem ég þekki
Hallgrímur Jónasson: Við stöndum saman sem lið
Árni Freyr: Mér fannst þetta vera víti
Breki Baldurs: Ég er mjög hrifinn af þessu kerfi
Arnar Gunnlaugs: Ótrúlegasta mark sem ég hef séð á þessum velli
Sveinn Þór: Ég held að við höfum aðeins sjokkerað þá pínulítið
Baldvin Borgars: Virkilega sáttur með frammistöðuna hjá mínum mönnum
Rúnar Kristins: Þeir lögðu mikla vinnu í þetta og veittu okkur mjög erfiðan leik
Jökull: Pirrandi leikur
Hetja HK kíkir ekkert niður í bæ: Ekkert mikið að gera þar miðað við í London
Hrannar Bogi eftir hetjulega frammistöðu Augnabliks: Við nálgumst leiki alltaf alveg eins
Fékk afmælisgjöf fyrir leikinn: Ég fékk Þróttaratrefil og nokkrar Stellur
Nýir tímar í Laugardalnum - „Finnst bara tilvalið að með því fylgi nýtt merki“
Haukur Páll: Ekki spurning um að koma mönnum fyrir
Heimir Guðjóns: Hefði verið gult spjald í fyrra
Gylfi Þór: Skrítið að spila gegn liði sem ég var hjá í 10 ár
Úlli: Fékk held ég nóg af liðsfélögum sínum
banner
   þri 28. júlí 2015 22:16
Arnar Daði Arnarsson
Jóhann Birnir: Okkur er illilega refsað
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Johann Birnir Guðmundsson, annar þjálfara Keflavíkur var að vonum vonsvikinn eftir 2-1 tap sinna manna gegn FH í 13. umferð Pepsi-deildar karla í kvöld.

Þar með er Keflavík enn með einungis fimm stig að loknum 13 umferðum, lang neðstir.

Lestu um leikinn: Keflavík 1 -  2 FH

„Ég ætla vona að þessi saga sé ekki sagan endalausa,” sagði Jóhann Birnir sem segir batamerki á liðinu frá síðasta leik, þar sem liðið tapaði 7-1 gegn Víkingi.

„Spilamennskan þurfti ekkert að vera sérstaklega góð til að vera betri en í síðasta leik. Þetta var klárlega ágætis leikur hjá okkur. Við gefum þeim góðan leik og vorum þannig séð óheppnir. Við settum pressu á þá undir lokin þar sem við hefðum getað jafnað.”

Keflvíkingar lokuðu ágætlega á sóknir FH-inga en fengu samt sem áður á sig tvö mörk.

„Þeir fá í rauninni bara þessi tvö færi sem þeir skora úr. Þetta er svona, þegar maður spilar á móti svona góðu liði eins og FH. Þeir þurfa ekki nema eitt færi til að skora mark. Okkur er illega refsað fyrir það að vera ekki með einbeitinguna í lagi í 90 mínútur.”

Það voru athyglisverðar fréttir sem bárust úr herbúðum Keflavíkur í dag, þegar það var tilkynnt að Richard Arends og Kiko Insa væru farnir frá félaginu.

„Það hefur lítið gengið hjá liðinu og við þurfum að breyta samsetingunni í hópnum. Og fá öðruvísi víddir inn í þetta. Svona er fótboltinn, þetta er ekki í fyrsta sinn sem þetta gerist,” sagði Jóhann Birnir og viðurkennir að leit að nýjum markmanni standi yfir.

„Við erum að vinna að því að fá nýjan markmann. Það kemur bara í ljós. Annars erum við mjög ánægðir með Sindra, hann hefur staðið sig frábærlega og verður betri með hverjum leiknum sem við spilum,” sagði Jóhann Birnir að lokum en heimildir Fótbolta.net herma að markvörðurinn sem Keflavík sé að skoða, komi úr þýsku Bundesligunni.
Athugasemdir
banner
banner
banner