Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mið 28. september 2016 09:32
Magnús Már Einarsson
Óli Stígs þjálfar kvennalið Fylkis með Kristbjörgu
Ólafur Stígsson í leik með Fylki.
Ólafur Stígsson í leik með Fylki.
Mynd: Fótbolti.net - Gísli Baldur
Ólafur Stígsson hefur verið ráðinn í þjálfarateymið hjá meistaraflokki kvenna í Fylki.

Eiður Benedikt Eiríksson hætti störfum sem þjálfari í síðustu viku og Kristbjörg Ingadóttir tók við starfinu.

Kristbjörg og Ólafur munu nú stýra liði Fylkis saman í lokaumferðinni gegn Selfossi á föstudag.

„Óli hefur verið með æfingar hjá liðinu ásamt Kristbjörgu og klára þau síðasta leikinn saman," segir á Facebook síðu Fylkis.

„Óli er mikill Fylkismaður, uppalinn hjá klúbbnum og er næst leikjahæsti leikmaður félagins í efstu deild. Við erum þakklát fyrir að fá Óla inn í þetta með okkur."

Fylkir tapaði 6-0 gegn Þór/KA á föstudag og framundan hjá liðinu er hálfgerður úrslitaleikur um fall gegn Selfossi. KR getur þó einnig fallið en liðið mætir ÍA á sama tíma.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner