Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fim 28. desember 2017 17:30
Ívan Guðjón Baldursson
Montella tekur við Sevilla um helgina
Mynd: Getty Images
Sevilla er búið að staðfesta að Vincenzo Montella tekur við félaginu. Ítalinn fær eins og hálfs árs samning.

Montella er enn samningsbundinn Milan og verður hann formlega leystur undan samningi á morgun.

Í kjölfarið mun Montella fljúga til Spánar og skrifa undir samning hjá Sevilla, þar sem hann verður kynntur sem þjálfari félagsins á laugardaginn.

Fyrsti leikur Sevilla undir stjórn Montella verður gegn Cadiz í bikarnum, miðvikudaginn 3. janúar.

Sevilla er í 5. sæti spænsku deildarinnar. Markmið félagsins er að ná meistaradeildarsæti.




Athugasemdir
banner
banner
banner
banner