Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
banner
   lau 29. apríl 2017 09:35
Útvarpsþátturinn Fótbolti.net
Pepsi- og Inkasso-hringborð í útvarpinu í dag
Grétar Sigfinnur er nýr meðal sérfræðinga útvarpsþáttarins Fótbolti.net.
Grétar Sigfinnur er nýr meðal sérfræðinga útvarpsþáttarins Fótbolti.net.
Mynd: Fótbolti.net - Tomasz Kolodziejski
Á morgun sunnudag er komið að stund sem margir hafa verið að bíða eftir þegar flautað verður til leiks í Pepsi-deild karla. Inkasso-deildin, 1. deild karla, fer svo af stað næsta föstudag.

Elvar Geir Magnússon og Tómas Þór Þórðarson draga fram hringborðið og verða með veglegar upphitanir fyrir deildirnar í útvarpsþættinum Fótbolti.net á X-inu FM 97,7 í dag milli 12 og 14.

Fyrst mætir varnarjaxlinn Grétar Sigfinnur Sigurðarson en hann er nýr sérfræðingur þáttarins um Pepsi-deildina. Rýnt verður í fyrstu umferðina og rætt um liðin.

Svo er það Inkasso-hringborðið þar sem Davíð Snorri Jónasson, aðstoðarþjálfari Stjörnunnar, og Magnús Már Einarsson á Fótbolta.net ræða allt sem máli skiptir.

Útvarpsþátturinn Fótbolti.net er á X-inu alla laugardaga kl. 12-14. Umsjónarmenn þáttarins eru Tómas Þór Þórðarson og Elvar Geir Magnússon. Hægt er að finna þá á X samfélagsmiðlinum undir @tomthordarson og @elvargeir.

Smelltu hér til að hlusta á upptökur úr eldri þáttum.

Þú getur hlustað á X-ið á netinu með því að smella hérna

Athugasemdir
banner
banner
banner