Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mán 29. maí 2017 17:00
Fótbolti.net
Lið 4. umferðar í Inkasso - Sókndjörf uppstilling
Benedikt Októ Bjarnason átti góðan leik gegn ÍR.  Hann er í liði umferðarinnar.
Benedikt Októ Bjarnason átti góðan leik gegn ÍR. Hann er í liði umferðarinnar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Jónas Björgvin var öflugur á miðjunni hjá Þór gegn Haukum.
Jónas Björgvin var öflugur á miðjunni hjá Þór gegn Haukum.
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Fjórðu umferðinni í Inkasso-deild karla lauk í gær þegar Fylkismenn unnu HK 3-0 í Kórnum. Fylkismenn eiga tvo fulltrúa í úrvalsliði vikunnar að þessu sinni en það eru þeir Emil Ásmundsson og Andrés Már Jóhannesson.

Gunnar Örvar Stefánsson og Jónas Björgvin Sigurbergsson hjálpuðu Þórsurum að landa sínum fyrsta sigri í sumar en liðið lagði Hauka 2-1 á laugardaginn.

Framarar hafa verið öflugir á lokamínútunum og þeir skoruðu flautumark gegn ÍR. Simon Smidt og Benedikt Októ Bjarnason áttu báðir góðan leik þar.

Eyjólfur Tómasson varði vítaspyrnu og Halldór Kristinn Halldórsson var góður í vörninni þegar Leiknir R. sigraði nafna sína frá Fáskrúðsfirði 2-0.

Sveinbjörn Jónasson skoraði tvö mörk í 3-0 útisigri Þróttar á Gróttu og Aron Þórður Albertsson átti góðan dag þar.James Mack skoraði síðan og átti góðan leik fyrir Selfoss í 2-2 jafntefli gegn Keflavík á útivelli.

Sjá einnig:
Lið 3. umferðar
Lið 2. umferðar
Lið 1. umferðar
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner