Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
Haraldur Freyr: Leikurinn spilast eins og við vildum
Höskuldur: Fannst þeir ofan á í grunnatriðum leiksins
Sami Kamel: Þurftum bara að beisla þessa jákvæðu orku
Dóri Árna: Ótrúlega andlaust og ekki líkt liðinu sem ég þekki
Hallgrímur Jónasson: Við stöndum saman sem lið
Árni Freyr: Mér fannst þetta vera víti
Breki Baldurs: Ég er mjög hrifinn af þessu kerfi
Arnar Gunnlaugs: Ótrúlegasta mark sem ég hef séð á þessum velli
Sveinn Þór: Ég held að við höfum aðeins sjokkerað þá pínulítið
Baldvin Borgars: Virkilega sáttur með frammistöðuna hjá mínum mönnum
Rúnar Kristins: Þeir lögðu mikla vinnu í þetta og veittu okkur mjög erfiðan leik
Jökull: Pirrandi leikur
Hetja HK kíkir ekkert niður í bæ: Ekkert mikið að gera þar miðað við í London
Hrannar Bogi eftir hetjulega frammistöðu Augnabliks: Við nálgumst leiki alltaf alveg eins
Fékk afmælisgjöf fyrir leikinn: Ég fékk Þróttaratrefil og nokkrar Stellur
Nýir tímar í Laugardalnum - „Finnst bara tilvalið að með því fylgi nýtt merki“
Haukur Páll: Ekki spurning um að koma mönnum fyrir
Heimir Guðjóns: Hefði verið gult spjald í fyrra
Gylfi Þór: Skrítið að spila gegn liði sem ég var hjá í 10 ár
Úlli: Fékk held ég nóg af liðsfélögum sínum
   lau 29. ágúst 2015 18:08
Hafliði Breiðfjörð
Donni: Tölfræðilega mögulegt að fara upp
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
„1-0 sigrarnir eru bestu sigrarnir, halda hreinu og skora eitt," sagði Halldór Jón Sigurðsson, Donni, þjálfari Þórs eftir 0-1 sigur á Gróttu á Seltjarnarnesinu í dag.

Lestu um leikinn: Grótta 0 -  1 Þór

„Við réðum lofum og lögum og áttum leikinn frá A-Ö, fengum víti í byrjun leiks sem var sárt að skora ekki úr. Það hefði breytt leiknum heldur betur en að sama skapi fannst mér leikurinn heilt yfir ágætlega leikinn. Við getum gert betur en þetta en Gróttu menn eru gríðarlega þéttir, margir fyrir aftan boltann og duglegir og vinnusamir og vel skipulagðir. Þeir gerðu okkur lífið leitt þrátt fyrir að við höfum fengið fjögur dauðafæri plús víti þá skoruðum við mark."

Árni Freyr Ásgeirsson markvörður Gróttu var magnaður í dag og hélt liðinu inni í leiknum allan daginn með prýðisgóðum markvörslum.

„Hann er bara góður. Hann er drullugóður. Þetta er fínasta lið sem á eftir að taka einhver stig í lokin."

Donni sagði svo í lokin að Þór stefni enn á að fara upp í Pepsi-deildina en Þróttur er að gefa eftir og Akureyrarliðin Þór og KA eru næst í deildinni og mætast í lokaumferðinni.

„Við gefumst aldrei upp, það er ennþá hægt. Þróttur var ekki að vinna sinn leik núna, við höldum áfram að reyna að vinna alla okkar leiki og sjá hverju það skilar okkur. Við ætlum að enda þetta tímabil með stæl. En fyrst og fremst hugsum við um næsta leik og að taka öll stigin þar."

„Eins og staðan er núna er það tölfræðilega mögulegt að fara upp og þá gefumst við aldrei upp. Þórsarar gefast aldrei upp og við munum aldrei gefast upp og við höfum allt tímabilið sett okkur það markmið að vinna næsta leik. Þetta er fjarlægur draumur og rosalega erfitt, við höfum gert okkur þetta erfitt."

Athugasemdir
banner
banner
banner