Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fös 29. desember 2017 16:30
Magnús Már Einarsson
Cristian Martínez: Gott ef við getum blandað okkur í toppbaráttuna
Cristian Martinez Liberato.
Cristian Martinez Liberato.
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
KA fékk spænska markvörðinn Cristian Martinez til liðs við sig í dag en hann hefur undanfarin þrjú ár verið algjör lykilmaður hjá Víkingi Ólafsvík.

Hinn 29 ára gamli Cristian ákvað að yfirgefa Ólafsvíkinga eftir fallið úr Pepsi-deildinni í haust. Hann hefur nú samið við KA.

„Ég ræddi ekki við nein önnur félög á Íslandi," sagði Cristian í stuttu samtali við Fótbolta.net eftir að hann skrifaði undir hjá KA.

„Ég ákvað að taka tilboði KA því að þetta er mjög gott félag og ég er spenntur að spila þar."

KA festi sig í sessi í Pepsi-deildinni í sumar en nýliðarnir enduðu í 7. sæti. Cristian vill fara ennþá ofar á næsta tímabili.

„Markmið mitt er að eiga gott tímabil og það væri gott ef við getum blandað okkur í toppbaráttuna."

Í Ólafsvík starfaði Cristian sem íþróttakennari samhliða því að spila með Víkingi.

„Ég veit ekki hvort ég verði kennari aftur. Ég ætla að byrja á að spila fótbolta og síðan finn ég líklega vinnu seinna," sagði Cristian að lokum.
Athugasemdir
banner
banner
banner