Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   lau 30. apríl 2016 22:40
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Van Gaal hélt að Rooney hefði verið meistari einu sinni
Rooney hefur bara verið meistari einu sinni, eða hvað?
Rooney hefur bara verið meistari einu sinni, eða hvað?
Mynd: Getty Images
Louis van Gaal, stjóri Manchester Unitd, virðist ekki gera sér grein fyrir því hversu sigursælir sumir leikmanna United eru í raun og veru.

Leikmenn United unnu ófáa titla undir stjórn Sir Alex Ferguson á sínum tíma, en van Gaal þurfti að sitja fyrir svörum á blaðamannafundi í gær.

United mætir Leicester í dag, en van Gaal var spurður að því hvers vegna Leicester er í baráttu um titilinn, en United ekki þrátt fyrir United sé búið að eyða fúlgu fjár í leikmenn.

„Leikmennirnir sem við erum með núna eru ekki vanir því að vinna titla,“ sagði van Gaal.

„Ég held ekki að Matteo Darmian sé vanur því, David de Gea varð aldrei meistari. Memphis Depay vann deildina á síðasta ári með PSV.“

„Wayne Rooney og Michael Carrick hafa kannski orðið meistarar einu sinni, kannski oftar en einu sinni.“


Rooney og Carrick hafa báðir unnið deildina fimm sinum, auk þess að vinna Meistaradeildina og þá má ekki gleyma því að David de Gea vann deildina með United árið 2013.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner