Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   lau 30. maí 2015 09:30
Stefán Haukur
Figo: Slæmur dagur í sögu FIFA
Figo er ósáttur.
Figo er ósáttur.
Mynd: Getty Images
Figo er ósáttur með að Blatter hafi verið endurkjörinn sem forseti FIFA.

„Dagurinn í dag er enn einn slæmi dagurinn í sögu FIFA. FIFA tapaði í dag en það sem mikilvægara er, fótbolti tapaði í dag,“ sagði Figo.

„Það sem Hr. Blatter sagði um að þetta hefði verið rétt ákvörðun er rangt. Þetta var röng ákvörðun.“

„Ef Blatter hefði lágmarks umhyggju um fótbolta þá hefði hann ekki boðið sig fram sem forseti aftur,“ bætti hann við.

Figo segist samt sem áður ætla að gera allt sem hann getur til að hjálpa FIFA að verða sú stofnun sem hún var.
Athugasemdir
banner
banner
banner