Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fim 30. júní 2016 13:30
Magnús Már Einarsson
„Þetta var taktísk snilld hjá Antonio Conte"
Antonio Conte.
Antonio Conte.
Mynd: Getty Images
Matteo Cruccu, blaðamaður hjá Corriere della Sera, vill þakka Antonio Conte fyrir sigur Ítalíu á Spáni í 16-liða úrslitunum á EM.

„Þetta var taktísk snilld hjá Antonio Conte. Í fyrri hálfleik spilaði Ítalía fullominn fótbolta. Taktískt séð þá réðum við yfir miðjunni. Andres Iniesta gat ekki gefið á neinn því að það voru 1, 2 eða 3 leikmenn Ítalíu að pressa hann," sagði Matteo við Fótbolta.net í dag.

Ítalía mætur núna Þýskalandi í 8-liða úrslitunum á laugardag. Geta Ítalir farið alla leið og unnið EM?

„Við vorum taldir ólíklegir fyrir mót, eins og Ísland. Það var búist við tapi gegn Belgum í fyrsta leik og fyrir leikinn gegn Spánverjum mér var sagt að pakka niður og vera tilbúinn að fara heim eftir þann leik."

„Spánverjar sýndu veikleika gegn Króatíu en Þjóðverjar hafa ekki sýnt neina veikleika hingað til. Með taktískum undirbúningi er hins vegar hægt að klifra upp öll fjöll, þar á meðal Everest eins og Florenzi sagði á fréttamannafundi í gær,"


Antonio Conte mun taka við Chelsea eftir EM en Matteo er ekki viss um hvort hann muni slá í gegn á Englandi.

„Hann er mjög ítalskur og fyrir mót var ég ekki viss um að hann myndi höndla alþjóðlegan fótbolta. Hann hefur alltaf einbeitt sér að Ítalíu og enginn hefur séð hann fyrir sem þjálfara sem gæti stýrt liðið fyrir utan Ítalíu. Núna er það viðhorf að breytast."

„Hann hefur verið góður í að gera venjulegan leikmann góðan en nú kemur í ljós hvort hann geti gert góðan leikmann að stórkostlegum. Ég veit ekki hvort Conte geti ráðið við Hazard og Terry til að mynda. Það verður að koma í ljós,"
sagði Matteo.

Hér að neðan má sjá Matteo taka viðtal á æfingu íslenska landsliðsins í morgun. Hann er lengst til vinstri á myndinni.



Athugasemdir
banner
banner