Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
banner
   fim 30. júlí 2015 15:40
Magnús Már Einarsson
20 mínútna töf eftir meiðsli leikmanns í Eyjum
Stefán Ingi Gunnarsson.
Stefán Ingi Gunnarsson.
Mynd: Twitter - Magnús Valur Böðvarsson
Stefán Ingi Gunnarsson, leikmaður Álftaness, meiddist illa í 6-2 tapi liðsins gegn KFS í 3. deildinni í gærkvöldi.

Stefán Ingi fékk höfuðhögg undir lok fyrri hálfleiks en stöðva þurfti leikinn í 20 mínútur í kjölfarið.

„Stefán rotaðist algjörlega og eftir ráðfæringar og mikla hjálp frá Hjalta Kristjánssyni (þjálfara KFS), var ákveðið að kalla á sjúkrabíl. Sjúkraflutningamenn tóku ekki neina sénsa þar sem grunur lék á hálsbroti og var Stefán settur í hálskraga og leikurinn stöðvaðist í 20 mínútu, sagði Sigurður Brynjólfsson þjálfari Álftnesinga við Fótbolta.net í dag.

„Eftir röntgen og mörg próf var ákveðið að senda Stefán með sjúkraflugi suður. En á sama tíma hafði barn slasast í Eyjum og vildi Stefán að það hefði forgang. Eftir lengri rannsóknir og próf frá læknum var heimilað að senda hann með bátnum heim."

„Hann er allur að braggast, smá aumur eftir atvikum en vill koma sérstökum kveðjum og þökkum til Hjalta Kristjáns og svo annars læknis sem var mættur mjg fljótt á staðinn og tók stjórnina. Sama á við okkur Álftnesinga, við erum þessum herramönnum og heilbrigðisstarfsólki mjög þakklátir. Það er margt stærra í þessu lífi en fótbolti og við erum bara ánægðastir með hversu öflugt starf heilbrigðisstarfsfólk á Íslandi vinnur."




Athugasemdir
banner
banner