Liverpool og Man Utd skoða Kolo Muani - Rashford of dýr fyrir PSG - Tekur Heitinga við WBA?
   þri 31. maí 2016 14:00
Magnús Már Einarsson
Bestur í 6. umferð: Eðlilega var fólk að velta þessu fyrir sér
Gunnleifur Gunnleifsson (Breiðablik)
Gunnleifur í leiknum í gær.
Gunnleifur í leiknum í gær.
Mynd: Fótbolti.net - Tomasz Kolodziejski
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Einar Ásgeirsson
„Mér hefur liðið vel í Garðabænum undanfarin tvö ár af því að við unnum. Það var líka svaka stemning hjá báðum stuðningsmannahópum í stúkunni í gær," sagði Gunnleifur Gunnleifsson, markvörður Breiðabliks, við Fótbolta.net í dag.

Gunnleifur var frábær í 3-1 útisigri Blika á Stjörnunni í gær og hann er leikmaður 6. umferðar í Pepsi-deildinni hjá Fótbolta.net. Blikar náðu að skjótast á toppinn með sigrinum í gær en lítið útlit var fyrir það fyrir leiki gærdagsins.

„Ég hugsaði ekki einu sinni út í það," sagði Gunnleifur og hló. „Við vorum held ég í 7. sæti og ég hugsaði bara að við gætum komið okkur inn í topp þrjá eða topp fjóra."

Hafði ekki áhyggjur af frammistöðunni eftir EM valið
Gunnleifur var ekki valinn í íslenska landsliðshópinn fyrir EM í sumar en hann segir að fólk hafi haft áhyggjur af því að það myndi hafa áhrif á frammistöðu hans með Blikum.

„Ég ræddi þetta við mitt fólk og þjálfarana mína. Eðlilega var fólk að velta þessu fyrir sér í kringum mig og það er í góðu lagi og eðlilegt," sagði Gunnleifur sem hefur staðið sig vel í marki Blika síðan hann fékk fréttirnar um EM hópinn.

„Ég hafði ekki áhyggjur af minni frammistöðu eftir að ég var ekki valinn. Það hafði ekki áhrif á hana."

„Ég er á svipuðum stað og í fyrra. Ég er í fínu standi og í góðu jafnvægi. Ég reyni að gera allt eins vel og ég get, bæði í undirbúning og leiknum sjálfum. Ég er þokkalega ánægður með mína frammistöðu það sem af er."


Ekki farinn að hugsa um að hætta
Gunnleifur verður 41 árs í júlí en hann er ekki farinn að hugsa um það hvenær hanskarnir fara á hilluna.

„Mér líður vel og líkaminn er í fínu standi. Ég var í læknisskoðun um daginn þar sem læknirinn var mjög kátur með allt saman. Ég held áfram að spila fótbolta á meðan ég get Það eru algjör forréttindi að spila fótbolta á hæsta leveli á Íslandi og hitta þessa stráka sem maður æfir með á hverjum degi. Þetta er besta vinna í heimi."

Vilja keppa um titlana
Breiðablik mætir FH í toppbaráttuslag í næstu umferð en Gunnleifur vonast til að Blikar verði í baráttu um titilinn fram í lok móts.

„Við vorum ekki að fara í felur með það fyrir mót að við vildum vera í þessu til að keppa um þessa titla sem eru í boði. Við stöndum alveg við það. Það er ótímabært að segja hvernig þetta fer allt saman en byrjunin er ágæt og við erum á toppnum núna. Það er mikið eftir og þetta eru allt erfiðir leikir."

„Við töpuðum til að mynda gegn nýliðunum en unnum stór lið eins og Stjörnuna og KR. Við vorum líka í miklum erfiðleikum emð Fylki sem eru með tvö stig. Við viljum keppa um titlana og án þess að vera með stórar yfirlýisngar um að við ætlum að vinna eitthvað þá vijlum við keppa um þetta og það er stefnan hjá okkur,"
sagði Gunnleifur.

Sjá einnig:
Bestur í 5. umferð - Viðar Ari Jónsson (Fjölnir)
Bestur í 4. umferð - Einar Hjörleifsson (Vikingur Ólafsvík)
Bestur í 3. umferð - Heiðar Ægisson (Stjarnan)
Bestur í 2. umferð - Martin Lund Pedersen (Fjölnir)
Bestur í 1. umferð - Aron Bjarnason (ÍBV)
Athugasemdir
banner
banner
banner