Martin Lund Pedersen - Fjölnir
„Liðið og ég persónulega hefðum ekki getað beðið um betri byrjun," sagði Martin Lund Pedersen, kantmaður Fjölnis, við Fótbolta.net í dag en hann er leikmaður 2. umferðar.
Martin skoraði bæði mörk Fjölnis í 2-0 sigri liðsins á ÍBV á laugardaginn. Hann fagnaði mörkunum með því að taka nokkur dansspor.
Martin skoraði bæði mörk Fjölnis í 2-0 sigri liðsins á ÍBV á laugardaginn. Hann fagnaði mörkunum með því að taka nokkur dansspor.
„Ég elska að dansa. Ég var ánægður þegar ég skoraði og þetta er eitthvað sem gerðist. Ég er byrjaður að hugsa um ný dansspor fyrir næsta leik," sagði Martin Lund og hló.
Fjölnir er með fullt hús stiga eftir tvo leiki og Martin telur að liðið geti blandað sér í toppbaráttuna.
„Ég hef trú á því að við getum staðið okkur vel. Allir leikir hér eru jafnir. Sjálfstraustið hefur mikið að segja og við erum með það núna. Við getum farið eins langt og við viljum en við þurfum að vera hógværir og þá koma stigin vonandi áfram."
Dönsku leikmennirnir Martin Solberg og Tobias Salquist eru einnig hjá Fjölni en Martin býr með þeim.
„Fyrstu tvo mánuðina hér þá bjó ég einn en þetta er mjög fínt. Við getum leitað til hvors annars og við tölum sama tungumálið," sagði Martin sem er með gesti frá Danmörku þessa dagana.
„Pabbi minn og bróðir minn komu í heimsókn í fyrradag og við erum í bænum núna að skoða okkur um. Í gær vorum við á Suðurlandi að skoða helstu staðina þar. Maður er að reyna að vera smá menningarlegur."
„Mér finnst mjög gaman að sjá nýja hluti. Náttúran hér er mögnuð, maður er ekki vanur því í Danmörku. Pabbi og bróðir minn eru frekar hissa á því hversu fallegt þetta er."
Martin fær pizzuveislu á Domino's í verðlaun fyrir að vera maður umferðarinnar en pepperoni er uppáhalds álegg hans.
Sjá einnig:
Bestur í 1. umferð - Aron Bjarnason (ÍBV)
Athugasemdir